Um námið
Meistaranám í verkefnastjórnun hentar þeim sem vilja koma hlutum í verk og stýra flóknum verkefnum, hvort sem það er á sviði vöruþróunar, verklegra framkvæmda, nýsköpunar, innleiðingar, breytinga, rannsókna eða menningarviðburða.
Námið varð miklu víðara og fjölbreyttara en ég átti von á og MPM er fyrir mér miklu meira en bara verkefnastjórnun
Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra og MPM 2020.
Námið
Hagnýtt stjórnunarnám
MPM-námið er 90 ECTS einingar. Það er skipulagt sem nám samhliða vinnu og tekur tvö ár. Frá fyrsta degi læra nemendur aðferðir sem nýtast í starfi og á meðan á náminu stendur öðlast þeir traustan fræðilegan grunn og eiga þess jafnframt kost að taka virkan þátt í þróun og útbreiðslu faglegra stjórnunaraðferða.
Kennsla
Í náminu er blandað saman hugvísindum, félagsvísindum, viðskiptafræði, verkfræði og raunvísindum. Það nýtist öllum sem vilja styrkja forystu- og skipulagshæfileika sína og færni til að leiða teymi og skipulagsheildir af öllu tagi. Nemendur stækka jafnframt tengslanet sitt og læra af félögum innan fagsins. Aðferðum MPM-námsins má beita jafnt til að þroska einstaklinga, teymi og skipulagsheildir og það er mikil eftirspurn eftir fólki með þá hæfni sem nemendur öðlast.
Fræðilegt og verklegt
Kennt er með fyrirlestrum, raundæmum (e. case studies), vettvangsferðum, þjálfunarhópum, samræðuhópum og dagbókarskrifum. Nemendur fá tækifæri til að tengja viðfangsefni við starf sitt auk þess sem unnið er með dæmi úr rekstri fyrirtækja og stofnana í kennslustofunni. Í hópvinnu er unnið með raunhæf viðfangsefni og rík áhersla er á virka þátttöku nemenda.
MPM-námið kennir manni að hlusta og leiða áfram hæfileika annarra.
Bára Hlín Kristjánsdóttir - Frumkvöðull og verkefnastjóri hjá Marel.
Persónulegur þroski
Nemendur kynnast ýmsum nálgunum í sálfræði. Kennt er hvernig auka má þroska með því að efla skapandi hugsun, siðræna hugsun og rökhugsun. Félagssálfræði er beitt til að skilja eðli hópa, teyma og skipulagsheilda. Jafnframt er þjálfunaraðferðum beitt til að auka samskiptafærni, félagsgreind og félagsþroska nemenda og auka þannig færni þeirra í að takast á við krefjandi verkefni í lífi og starfi.
Alþjóðleg vottun
MPM-námið er alþjóðlega vottað nám af Samtökum um verkefnastjórnun í Bretlandi (APM). Í umsögn APM segir að um sé að ræða fyrirmyndarnám (e. best practice) á háskólastigi í faglegri verkefnastjórnun.
Fjölbreytt verkefni
Nemendur kljást við ýmis verkefni meðan á náminu stendur:
Verkefni í þágu samfélags
Á fyrra námsári í MPM-námi vinna nemendur verkefni sem á að þjóna samfélaginu á einhvern hátt. Fjórir til sex nemendur taka höndum saman og vinna að viðamiklu verkefni undir handleiðslu kennara.
Nemendur fá mikið frelsi til að velja sér viðfangsefni að því gefnu að þau uppfylli almenn skilyrði. Markmiðið er að kenna hönnun, áætlanagerð og eftirfylgni í hvaða verkefni sem er.
Dæmi um samfélagstengd verkefni
-
Björgunarbox Mottumars: Verkefni sem var unnið í samvinnu við Krabbameinsfélagið og snérist um vitundarvakningu karlmanna á Íslandi, 50 ára og eldri, á einkennum blöðruhálskrabbameins.
-
Parísarsamkomulagið og loftlagsmál: Verkefnið snérist um að búa til einfalt og aðgengilegt fræðsluefni á íslensku um það sem fór fram á Loftlagsráðstefnunni í París, samkomulagið sem staðfest var á fundinum og áhrif þess á Ísland og landsmenn. Útkoman hlutgerðist í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
-
Brúum bilið: Meginmarkmið verkefnisins var að vekja athygli á tannheilsu aldraðra með umfjöllun í fjölmiðlum og gerð tillögu að æskilegum úrbótum og aðbúnaði fyrir tannumhirðu á dvalarheimilum.
-
Samferða til vinnu (e. carpool) fyrir starfsmenn Landspítala.
-
Hjálpum Hernum: Verkefnið var unnið í samvinnu við Hjálpræðisherinn og snerist um að taka saman viðskiptaáætlun fyrir kaup og innflutning á fatasöfnunarkössum ásamt gerð markaðsáætlunar fyrir starfsemina og gerð verkferla fyrir daglegan rekstur þeirra.
-
Þrautaleikurinn Fagnið: Í samstarfi við Skátana og Securitas var þrautaleikurinn Fagnið settur saman til að leiða saman fjölskyldur landsins í gleði og leik. Samhliða leiknum var vakin athygli á mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar.
Útskriftarráðstefna - Dagur verkefnastjórnunar
Árleg útskriftarráðstefna MPM-námsins ber heitið Dagur verkefnastjórnunar. Á ráðstefnunni er fjallað um íslenskar rannsóknir á sviði verkefnastjórnunar og tengdra fræða. Ráðstefnan hefur verið árviss viðburður frá stofnun MPM-námsins.
Útskriftarráðstefnan er auglýst á hverju vori, við hvetjum áhugasama til að fylgjast með hér á vefnum eða á facebook-síðu MPM-námsins í HR.
Rannsóknarverkefni
Náminu lýkur með rannsóknarverkefni sem ætlað er að vera raunverulegt framlag til þróunar þekkingar á fagsviðum námsins.
Hvað er verkefnastjórnun?
Stjórnunaraðferðir framtíðarinnar
Vaxandi fjöldi fyrirtækja og stofnana tekur meðvitaða ákvörðun um að halda utan um þorra viðfangsefna sinna með aðferðum verkefnastjórnunar. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar, ekki síst hraði breytinga í krefjandi samkeppnisumhverfi og þörfin fyrir það að geta lagað sig að síbreytilegu umhverfi og mætt kröfum viðskiptavina.
Aðferðir sem kenndar eru í MPM-námi mæta því aukinni alþjóðlegri eftirspurn á öllum sviðum athafnalífsins. Flest bendir til að þessi þróun í átt að verkefnamiðun fyrirtækja haldi áfram og nú er talað um verkefnamiðun samfélaga, þegar heilu samfélögin gerast verkefnamiðuð og auka þannig getu sína til að takast á við flókin viðfangsefni og takast á við breytingar.
MPM-námið er leiðandi
Auknar kröfur hafa verið gerðar um fagmennsku í verkefnastjórnun og á undanförnum árum hefur sú krafa raungerst í auknu framboði á háskólanámi víða um heim þar sem fjallað er um verkefnastjórnun. MPM-námið hefur verið með í þessari þróun allt frá árinu 2005 og tekið leiðandi hlutverk, með áherslum sínum á mannlegt atferli og samskipti, og samhengið á milli verkefna og fyrirtækja - ásamt hinum klassísku tæknilegu þáttum verkefnastjórnunar.
Umsagnir nemenda
„Ég valdi MPM-námið til að öðlast betri færni til að takast á við krefjandi verkefni í bæði leik og starfi - og ég sé ekki eftir því. Í náminu er tvinnað saman fræðigreinum eins og sálfræði og verkfræði á skemmtilegan hátt, kennsluaðferðirnar eru fjölbreyttar og vel útfærðar og skipulag námsins er til fyrirmyndar. Þessi frábæri bræðingur, það er, hve skemmtilega er blandað saman djúpum og flóknum verkferlum við mikilvægi þess að efla og treysta mannleg samskipti, er einn helsti kostur MPM-námsins. Við vinnum mikið með jákvæðni, gleði og traust í mannlegum samskiptum og það kann ég að meta.“
Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, MPM 2018.
Kynningarbæklingur MPM-náms
Smellið á forsíðu bæklingsins hér fyrir neðan til að opna hann í PDF-formi.
Að námi loknu
Stjórnunarábyrgð og fjölbreytt starfssvið
Þeir sem hafa lokið MPM-námi starfa meðal annars sem faglegir verkefnastjórar með stjórnunarábyrgð, sem stjórnendur rammaáætlana og verkefnastofna, sem framkvæmdastjórar og ráðgjafar. Þeir geta starfað á vettvangi iðnaðar og framleiðslu, á vettvangi menningar og lista, í þjónustu, í fjármálum, á sviði vísinda- og tækni, á sviði hjálpar- og þróunarstarfs og við margháttaða ráðgjöf, mat og eftirlit.
Alþjóðlegar vottanir
Nemendur hljóta alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun sem veitt er af Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga (International Project Management Association, IPMA) fyrir milligöngu Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Nemendur geta hlotið IPMA D, C eða B vottun en vottun tekur mið bæði af þekkingu og starfsreynslu.
Þekking og færni
Í lærdómsviðmiðum má sjá hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
MSc/MPM í verkefnastjórnun
Útskrifaðir MPM-arar geta sótt um að skrifa 30 ECTS rannsóknarverkefni og bætt við sig prófgráðunni MSc/MPM í verkefnastjórnun. Þetta nám er viðauki við MPM-nám og er ætlað fyrir MPM útskrifaða sem hafa sérstakan áhuga á að efla sig sem fræðimenn og vinna sjálfstætt að rannsóknarverkefnum með leiðbeinanda á sviði verkefnastjórnunar og tengdra greina.
Hvað segja fulltrúar atvinnulífsins?
Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun
Fagleg verkefnastjórnun er lykilatriði í starfsemi Landsvirkjunar og algjör forsenda fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins og orkuiðnaðarins á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.
Andri Snær Magnason, rithöfundur
Á næstu 30 árum þarf að koma allri losun heimsbyggðarinnar niður í núll. Þetta er stærsta áskorun sem mannkynið hefur staðið sameiginlega frammi fyrir. Þetta er meginmarkmiðið á starfsævi barna okkar.
Hvort sem þú verður arkitekt, hönnuður, verkfræðingur, bóndi eða markaðsfræðingur - þá er þetta verkefni sem er í senn áskorun en líka eitthvað sem gefur nánast öllum viðfangsefnum æðri tilgang.
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest
Mikilvægi verkefnastjórnunar fer stöðugt vaxandi í samfélagi og atvinnulífi. Faglegri verkefnastjórnun er í auknu mæli beitt til að efla nýsköpun, innleiða stefnur, og til að leysa þau fjöldamörgu úrlausnarefni sem viðskiptalífið þarf að leysa.
Í starfshópum sem þessum þá getur reynst vel að nýta fjölbreytileika fólks og tefla saman einstaklingum með breiðan bakgrunn, af ólíkum aldri, kyni, uppruna, og með ólíka starfsreynslu og menntun. Í verkefnateymum vinna sérfræðingar saman og í stærri fyrirtækjum vinna teymin oft þvert deildir og viðfangsefni. Slíkt samstarf þarf að leiða og því þarf að stjórna.
MPM-námið við Háskólann í Reykjavík kennir fólki að láta til sín taka hvað þetta varðar í atvinnurekstri af öllu tagi.
Fyrirtæki
Hér eru nokkur dæmi um fyrirtæki sem útskrifaðir MPM-nemendur starfa hjá eða stýra:
Landsvirkjun • Listahátíð í Reykjavík • Efla • Landsbankinn • Alþingi • Fiskistofa • Síminn • Ímark • Kolibri • Háskólinn í Reykjavík • Orka Náttúrunnar • Íslandsstofa • Advania • Rauði krossinn • Attenus • Natus ehf. • Reykjavik Excursions • VÍS • Mannvit • Norðurál • Icelandair • WOW air • Morgunblaðið • Landsspítalinn • Orkustofnun • Icelandic Startups • Isavia • Orkuveita Reykjavíkur • Össur • Marel • Vodafone • Eimskip • Lean Ísland
Aðstaða
Þjónusta og góður aðbúnaður
Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihú
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, Kaffitár, æfingasalur World Class, og veitingasalan Málið.
Kennarar
Öflugir sérfræðingar
Meistaranámsnemar í verkefnastjórnun njóta leiðsagnar öflugra sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu.
Til viðbótar við kennara HR koma margir gestafyrirlesarar frá virtum háskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Má þar nefna Sloan School of Management við MIT, Stanford háskóla og Heriot-Watt í Edinborg meðal annarra.

Agnes Hólm Gunnarsdóttir, MSc
Stundakennari við HR
Höfundur: Afburðaárangur (2007), Afburðastjórnun (2017).

Anna
Hulda Ólafsdóttir,
PhD
Stundakennari við HR

Andri Guðmundsson
Stundakennari við HR

Antonio Nieto-Rodriguez
Stundakennari við HR
Höfundur: Harvard Business Review Project Management Handbook.
Aðalheiður Sigurðardóttir, MPM
Stundakennari við HR

Bob Dignen, MA
Stundakennari við HR
Höfundur: Effective International Business Communication (Harper-Collins)
Communicating Across Cultures (Cambrigde University Press)
Managing Projects (Delta Publishing)
Fifty Ways to Improve Your Intercultural Skills (Summertown Publishing)
Ellen Gunnarsdóttir, PhD
Stundakennari við HR og Listaháskóla Íslands

Florence Kennedy
Stundakennari við Heriot-Watt University

Guðfinna Bjarnadóttir, PhD
Stundakennari við HR

Guy Giffin, MSc
Stundakennari við HR

Hannes Pétursson
Stundakennari við HR
Director of Engineering hjá Jiko

Helga Sif Friðjónsdóttir,
PhD
Stundakennari við HR

Hlynur Stefánsson, PhD
Dósent við verkfræðideild HR

Haukur Ingi Jónasson, PhD
Lektor og formaður stjórnar MPM-náms við HR
Höfundur: Leiðtogafærni, Samskiptafærni, Stefnumótunarfærni, Skipulagsfærni, Markþjálfun (allar hjá JPV)
Project Ethics (Gower/Ashgate).

Helgi Þór Ingason, PhD
Prófessor og forstöðumaður MPM-náms við HR
Höfundur: Afburðarárangur (Háskólaútgáfan)
Leiðtogafærni, Samskiptafærni, Stefnumótunarfærni, Skipulagsfærni, Gæðastjórnun (allar hjá JPV)
Project Ethics, (Gower/Ashgate)

Hera Grímsdóttir, MSc
Framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR

Mark Morgan, MBA
Stundakennari við Stanford University
Höfundur: Executing Your Strategy (Harvard Business School Press).

Marta Kristín Lárusdóttur, PhD
Dósent við tölvunarfræðideild HR

Páll Jensson, PhD
Prófessor emeritus við verkfræðideild HR

Páll Kr. Pálsson, MSc
Lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavik
Höfundur: Handbók athafnamannsins: Stefna, stjórnun og starfsmenn, Vöruþróun/Markaðssókn (Iðntæknistofnun Íslands).

Pauline Muchina, PhD
Stundakennari við HR

Sharon De Mascia, PhD
Stundakennari við HR og Global MBA Manchester Business School, Englandi.
Höfundur: Project Psychology, Using Psychological Models and Techniques to Create Successful Projects (Gower/Ashgate).

Sofus Clemmensen, MBA, IPMA A-vottun
Stundakennari við HR

Svavar Svavarsson, MPM
Stundakennari við HR

Tinna Lind Gunnarsdóttir,
MPM
Stundakennari við HR

Yvonne Schoper, PhD
Stundakennari við HR og prófessor við Tækniháskólann HTW í Berlín

Ýr Gunnarsdóttir
Stundakennari við HR

Þórður Víkingur Friðgeirsson, PhD
Lektor við verkfræðideild HR

Þröstur Guðmundsson, PhD
Stundakennari við HR

Þórdís Jóhannesdóttir Wathne, MSc
Stundakennari við HR
Framkvæmdastjóri Reykjavík Foods
Skipulag náms
Fjölbreytt nám samhliða starfi
Námið er 90 ECTS einingar. Það er skipulagt sem nám samhliða vinnu og tekur tvö ár.
Eitt námskeið er kennt í senn og lýkur því ýmist með verkefnum eða lokaprófi. Námsmat er fjölbreytilegt, notast er við hópverkefni, einstaklingsverkefni, munnleg próf, skrifleg próf, sjálfsmat og félagamat svo nokkur dæmi séu tekin.
Kennt er aðra hverja viku:
- Föstudaga kl 8:30 – 16:30
- Laugardaga kl. 8:30 – 16:30
Að auki er kennt á fimmtudögum kl. 16:15 – 20:15 nokkrum sinnum á önn.
Drög að stundaskrá 2023-2024 (uppfærðar stundaskrár nemenda birtast í Canvas)
Haustmisseri 2023, fyrra ár (MPM 2025)
Haustmisseri 2023, seinna ár (MPM 2024)
Vormisseri 2024, fyrra ár (MPM 2025)
Vormisseri 2024, seinna ár (MPM 2024)
Fyrra námsár
1. önn— 23 ECTS
Námið hefst með námskeiði um nýsköpun og stefnumiðaða stjórnun. Markmiðið er að gera nemendum grein fyrir því að stefnumótun er upphaf margra verkefna, verkefnaskráa og verkefnastofna. Í framhaldi er fjallað um faglega stjórnun með sérstakri áherslu á verkefnastjórnun og leiðtogahlutverkið. Athygli er líka beint að einstaklingnum, skapandi sálfræði, siðfræði og rökvísi. Á misserinu ljúka allir nemendur alþjóðlegu vottunarprófi.
- Nýsköpun og stefnumiðuð stjórnun (6 einingar)
- Verkefnastjórnun: Fræðilegur grunnur og áætlanagerð (9 einingar)
- Verkefnaleiðtoginn: Sjálfsskilningur, þroski og þróun (8 einingar)
- Nemendur ljúka D-vottun IPMA á fyrsta misseri.
2. önn — 22 ECTS
Nemendur leiða raunhæft verkefni í þágu samfélagsumbóta frá upphafi til enda. Þeir kynnast sígildum og nýstárlegum stjórnunaraðferðum sem eiga að tryggja markvissa framvindu verkefna. Áhersla er lögð á að nemendur skilji eðli hópa og geti stýrt teymum með sköpun, marksækni og ávinning að leiðarljósi. Á þessu misseri er fjallað um fjöldamargar nýjar og spennandi hugmyndir um stjórnun.
- Raunhæft verkefni: Undirbúningur, framkvæmd og lúkning (6 einingar)
- Verkefnateymi og aflfræði hópa (6 einingar)
- Agile verkefnastjórnun (5 einingar)
- Stjórnun verkefnastofna og verkefnaskráa (5 einingar)
Nemendur vinna raunhæf verkefni í þágu samfélagsins.
Seinna námsár
3. önn – 23 ECTS
Á þriðja misseri er lögð megináhersla á að skilja skipulagsheildir og hvernig þeim má stjórna, breyta og bæta og hvernig unnið er með fjárhagslegan ábata að leiðarljósi. Hér er meðal annars rætt um samningatækni, markaðssetningu og aðferðir sem auka virði og hagsæld. Áhersla er á hagkvæmni og skilvirkni samhliða stjórnun. Nýsköpun í stjórnun og viðbrögð við breytingum af öllu tagi fá hér mikið vægi og mörgum vel þekktum stjórnunaraðferðum er miðlað til nemenda.
- Verkefnadrifnar skipulagsheildir og gæðastjórnun (6 einingar)
- Samningar í verkefnum: Samningar, deilur og áföll (5 einingar)
- Stjórnun, ráðgjöf og þróun skipulagsheilda (6 einingar)
- Arðsemi og fjármögnun verkefna (6 einingar)
4. önn – 22 ECTS
Fjallað er um stjórnun í ólíkum geirum og í alþjóðlegu samhengi en einnig eru til umfjöllunar almennar stjórnunaraðferðir sem skila afburðaárangri, til dæmis straumlínustjórnun (lean management). Allir nemendur fá hagnýta þjálfun í verkefnastjórnun í gegnum beitingu sérhæfðra hermilíkana. Á þessu misseri skapa nemendur nýja þekkingu og skrifa um hana lærða tímaritsgrein sem þeir kynna opinberlega. Hér beita nemendur aðferðum fræða og vísinda sem þeir geta hagnýtt sem leiðtogar, faglegir matsaðilar, ráðgjafar eða stjórnendur. Á útskriftarári sínu úr MPM-námi eru nemendur hvattir til að undirgangast alþjóðlega IPMA C- eða B-vottun.
- Lokaverkefni (9 ECTS)
- Þjálfun í verkefnastjórnun með aðstoð hermilíkana (3 ECTS)
- Verkefnastjórnun á framandi slóð (5 ECTS)
- Afburðastjórnun og straumlínustjórnun (5 ECTS)