Um okkur

Saga MPM námsins

MPM-námið á Íslandi var sett á fót haustið 2005 að frumkvæði Dr. Helga Þórs Ingasonar og Dr. Hauks Inga Jónassonar.  Hönnun námsins tók mið af faglegum hæfniviðmiðum Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA), breska Verkefnastjórnunarfélagsins (APM) og bandarísku Verkefnastjórnunarstofnunarinnar (PMI). Nýsköpun og þátttaka nemenda í fræðilegri uppbyggingu og þróun með ritun lokaverkefna hefur jafnframt verið einn af máttarstólpum námsins.

Hugmyndafræði MPM-námsins byggir á þeim grunnhugmyndum að til að árangur náist í stjórnun verkefna þurfi að fara saman hlutlæg þekking og færni verkefnastjórans við undirbúning og framkvæmd verkefna, verkefnaskráa og verkefnastofna og huglæg þekking hans, sjálfsskilningur og geta til að móta og taka með uppbyggilegum hætti þátt í samskiptum við annað fólk, hópa og teymi.

Þróun námsins

Námið hefur tekið eðlilegum breytingum eftir því sem innlendir og erlendir kennarar hafa bæst í hópinn og eftir því sem þekking á fræðasviðum námsins hefur þróast en það skal tekið fram að verkefnastjórnun er ung fræðigrein í örum vexti. Síðastliðin 10 ár hefur framboð af MPM-námi í Bandaríkjunum, Evrópu, Ástralíu og Asíu farið ört vaxandi, samfara mjög vaxandi eftirspurn um allan heim eftir fólki sem numið hefur verkefnastjórnun sem fræðigrein og fengið þekkingu sína og reynslu staðfesta með alþjóðlegri vottun. 

Frá upphafi var áhersla lögð á það í MPM námi að leita samstarfs við trausta fræðimenn erlendis frá um að koma og kenna í náminu. Dr. Morten Fangel, fyrrum formaður IPMA, hefur verið fastur kennari frá upphafi. Dr Darren Dalcher, prófessor í verkefnastjórnun í upplýsingatækni við Middlesex-háskóla í London hefur einnig verið kennari frá upphafi. Sama má segja um Steven Eppinger, prófessor við Sloan School of Management í MIT í Boston, Florence Kennedy, sem kennir samningatækni við viðskiptafræðideild Heriot-Watt háskólans í Edinborg og Bob Dignen, breskan sérfræðing í menningarlegum áhrifaþáttum á samstarf í verkefnishópum. Meðal annarra kennara í náminu eru Mark Morgan sem kennir við Stanford University í Bandaríkjunum, Ethne Swarts, prófessor við Fairleigh Dickinson og Markus Zoller, framkvæmdarstjóri RUAG Defence. Allt hefur þetta fólk haft mikil áhrif á þróun MPM-námsins við HR. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu íslensku kennarar sem sett mark sitt á námið.

Umsagnir kennara

Gudfinna-Bjarnadottir_1605271756563,,MPM-nám HR er praktískt nám sem færir þátttakendum lykla að öflugri verkfærakistu og stjórnunaraðferðum sem eru ómissandi á tímum stöðugra breytinga. Í náminu er jöfnum höndum unnið með tæknilegar lausnir og þær sem snerta mannlegu hliðina. Nemendur fá faglegan og djúpan skilning á aðferðafræði sem er stefnumiðuð, felur í sér aðkomu starfsmanna og byggir á heildrænni nálgun, þvert á einingar. Þá er aðalsmerki góðra verkefnastjóra að tileinka sér aðferðir vísindanna við að afla gagnreyndrar þekkingar, setja markmið, leita bestu leiða, mæla árangur og fylgja verkefnum eftir. Vel færi á því að leiðtogar fyrirtækja og stofnana hefðu próf í verkefnastjórnun, enda eru gríðarlega viðamiklar breytingar framundan í rekstrarumhverfinu.“

  • Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir, fyrrum rektor HR og framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf


Páll Jensson„Verkefnastjórnun í víðum skilningi er stjórnunaraðferð sem hefur fengið sífellt meiri athygli bæði í einkageiranum og í opinberum rekstri. MPM námið sækir stöðugt á enda hefur það vakið verðskuldaða athygli bæði á Íslandi og erlendis. Sem einn af kennurum námsins er alltaf jafn gleðilegt að hitta fyrrverandi nemendur og heyra hvað þau segja um námið. Líklega er þetta ánægjulegasta athugasemdin: „MPM námið hefur algerlega breytt bæði einkalífi mínu og starfsferli, í báðum tilvikum til hins miklu betra.“


  • Dr. Páll Jensson, prófessor við Háskólann í Reykjavík


Morten Fangel

„It is important in project driven organisations to have employees with an in-depth and nuanced understanding of project management. To manage a project is not just about following a standard procedure. A situational approach to handling the challenges when managing a project is essential for the success. The MPM programme enables you to develop such competences“


  • Dr. Morten Fangel, Fangel Consulting, Danmörku


Bob-dignen_mini„The MPM programme has a technical and human compass which provides a truly holistic management perspective. It will engage students on all levels whatever their experience. It is a superbly practical education not only for those looking to develop their project, portfolio and programme management competence but for all who want to excel as managers.“


  • Bob Dignen, CEO York Associates, Englandi

Háskólinn í Reykjavík

Loftmynd af HR með skýroða

MPM námið er hluti af Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. HR er stærsti einkarekni háskólinn á Íslandi með fleiri en 3500 nemendur. Háskólinn er framsækinn og hefur á skömmum tíma haslað sér völl sem öflugur rannsóknarháskóli samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. 

Nemendum er boðið upp á fyrsta flokk menntun þar sem rík áhersla er lögð á raunhæf verkefni sem oft eru unnin í samstarfi við fyrirtæki. Þjónustustig við nemendur er hátt og starfsfólki umhugað að veita nemendum persónulega þjónustu. Námsdeildir eru fjórar; lagadeild, tækni- og verkfræði, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Við þessar deildir er hægt að stunda grunnnám, meistaranám og doktorsnám. Var efnið hjálplegt? Nei