Risastór fagráðstefna um stjórnun á Íslandi

Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-náms í HR

Einhver stærsta fagráðstefna í heimi á sviði stjórnunar er Euram eða „European Academy of Management.“ Þessa árlegu ráðstefnu sækja að jafnaði um 1000 manns víðsvegar að úr heiminum, hún er þó alltaf haldin í Evrópu. Hún fór fram í Glasgow sumarið 2017 og á næsta ári fer hún fram í Portúgal. Þann 19. júní 2018 setti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ráðstefnuna í Reykjavík. Metfjöldi þátttakenda sótti ráðstefnuna á Íslandi eða um 1700 manns, og kynntar voru 1200 rannsóknir innan ólíkra sviða viðskiptafræði og stjórnunar. Það var viðskiptafræðideild sem stóð fyrir ráðstefnunni og hún fór fram í húsakynnum Háskóla Íslands og tók yfir margar byggingar á háskólasvæðinu, enda er þetta ein af stærri ráðstefnum sem haldnar hafa verið á Íslandi.

Lesa meira

MPM-námið fær endurvottun APM

Alþjóðleg vottun bresku samtakanna um verkefnastjórnun

  • Aslaug-og-haukur

APM eru gríðarlega öflug samtök með um 150 manns í vinnu og stærsta aðildarfélag IPMA, Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Þess má geta að APM hefur hlotið verðlaun sem bestu félagasamtök ("best association") í Bretlandi. Árið 2017 varð mikil breyting á hlutverki og stöðu APM þegar samtökin hlutu þau svonefndan „Royal chartered status“ titil í Bretlandi og með því formlegt umboð yfirvalda til að halda úti hinu lögverndaða starfsheiti „Faglegur verkefnisstjóri“ í Bretlandi.

Lesa meira

Dagur verkefnastjórnunar

11. maí kl. 9:00 - 18:15

Þessi árlegi viðburður, sem haldinn er í samstarfi MPM-námsins í HR og Verkefnastjórnunarfélags Íslands, fer fram 11. maí næstkomandi. Dagskráin er þríþætt og við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á verkefnastjórnun til að mæta. 

Lesa meira

Verkefni í þágu samfélags

Ráðstefna á vegum MPM-námsins í HR 4. maí

Á öðru misseri vinna nemendur raunverkefni sem á að nýtast, á einn eða annan hátt, til uppbyggingar í íslensku samfélagi. Með Verkefnum í þágu samfélags er góðu komið til leiðar. Hvetjandi er fyrir nemendur að vinna að viðfangsefnum sem nýtast vel og vekja athygli fyrir góðan málstað. Mörg verkefni sem unnin hafa verið í MPM-náminu hefðu ekki orðið að veruleika nema vegna vinnuframlags, metnaðar og sérfræðiþekkingar MPM-nemandanna sem að þeim komu og létu hlutina gerast. Nemendur fá mikið frelsi til að velja sér viðfangsefni að því gefnu að þau falli að námsmarkmiðum MPM-námsins. 

Lesa meira

Frábær vorferð á Vestfirði

Vorferð 2018

Í lok 2. misseris í MPM námi er jafnan farið í vettvangsferð út á land til að heimsækja áhugaverð verkefnadrifin fyrirtæki og skoða verkefni þeirra. Vorferðin í MPM2019 hópnum var farin 20. og 21. apríl á Vestfirði. 

Lesa meira

Project Management: Mindhunter's research project

Fyrirlestur ,,Dr. Carr" úr Mindhunter

Þættirnir Mindhunter (2017) á Netflix fjalla um rannsóknum Atferlisvísindadeildar FBI (Behavioral Science Unit) á hugarheimi raðmorðingja. Persónur þáttanna byggja á raunverulegum persónum og nú hefur MPM-námið við Háskólann í Reykjavík boðið dr. Ann Burgess (dr. Carr í þáttunum) og manni hennar, dr. Allen G. Burgess, til Íslands til að segja frá þessu áhugaverða rannsóknarverkefni. Fyrirlesturinn verður haldinn 18. apríl kl. 17-19 í stofu M101 í HR. Hann er haldinn í samstarfi við Læknafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna, Mennta- og starfsþróunarsvið lögreglunnar, heilbrigðisvísindasvið HA, Verkefnastjórnunarfélagið og Rannsóknastofu í afbrotafræði við HÍ.

Lesa meira

Enn eitt heimsmetið?

Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins í HR.

Fyrir fáeinum vikum var ég staddur í Vínarborg á ráðstefnu sem haldin var til heiðurs frávarandi ritstjóra IJPM, heimsins miklvægasta fagtímarits í verkefnastjórnun.  Í einni kaffipásunni vatt sér að mér aldraður maður. Ég kannaðist við manninn, hann heitir Hiroshi Tanaka og er einn af þekktari fræðimönnum í faginu og leiðandi í uppbyggingu verkefnastjórnunar í sínu heimalandi, Japan. Tanaka hafði fregnað að ég væri frá Íslandi og hann sagði "þið eigið heimsmet  á Íslandi." Ég bað hann að útskýra þetta fyrir mér. "Jú, enginn þjóð í heimi hefur fleiri vottaða verkefnastjóra." 

Lesa meira

Kynningarfundur MPM-námsins

Fimmtudaginn 5. apríl kl. 12-13

Þann 5. apríl kl. 12-13 verður haldinn kynningarfundur MPM-námsins við Háskólann í Reykjavík. Haukur Ingi Jónasson formaður stjórnar MPM-námsins og Helgi Þór Ingason forstöðumaður námsins munu segja frá náminu, fyrirkomulagi þess og innihaldi, möguleikum útskrifaðra nemenda, gæðakröfum og alþjóðlegum viðmiðum. Núverandi sem og útskrifaðir nemendur munu jafnframt segja frá reynslu sinni af náminu.

Lesa meira

Fara á umsóknarvef