Hvernig björgum við heiminum?

Viðskiptablaðið 10.apríl, 2019

Pistill eftir Helga Þór Ingason, forstöðumann MPM-námsins

Lesa meira

Dr. Pauline Muchina í viðtali við Stundina

Pauline er gestakennari við MPM-námið en hún var nýverið stödd hér á landi við kennslu og fyrirlestrastörf

Stundin 4. apríl, 2019

Lesa meira

Lokakynningarfundur MPM-námsins

9.apríl kl. 17 í st. V101, HR

Kennsluvetur 2019/2020

Lesa meira

Lykilatriði að geta unnið í teymi

Viðskiptablaðið fjallar um MPM-námið

Nú hefur útdráttur úr viðtali Viðskiptablaðsins (birt 30. mars 2019) við Helga Þór Ingason, en hann er annar forstöðumanna námsins ásamt Hauki Inga Jónassyni. Í greininni ræðir hann um mikilvægi þekkingar á sviði verkefnastjórnar, kynningu á MPM-meistaranáminu og bókaútgáfu þeirra Helga Þórs og Hauks Inga svo fátt eitt sé nefnt. Sjá birtinguna HÉR  

Lesa meira

Kynningarfundir MPM meistaranáms í verkefnastjórnun

14. mars - 28. mars - 9. apríl

Viltu ná forskoti?
Verið velkomin á kynningar á MPM meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík

Lesa meira

Dr. Pauline Muchina hélt tölu á vegum MPM námsins

Fyrirlesturinn bar heitið - Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun! - en rýnt var í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk

MPM námið bauð nýverið upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beitir framsögutækni sem lætur enga ósnortna. 

Lesa meira

Borgarafundur MPM-námsins

9. janúar, 2019

50237771_10155886934702623_7242106737061265408_o

Borgarafundur MPM-námsins fyrir alla útskrifaða nemendur var haldinn með hátíðarbrag við upphaf nýja ársins, 9.jan síðastliðinn. Sérstakur heiðurgestur var engin önnur en Vigdís Finnbogadóttir, leiðtogi og fyrrum forseti Íslands - en hún hélt tölu um ábyrgð MPM leiðtogans í samfélaginu. Því næst ræddi Haukur Ingi Jónasson um þróun og framtíðarmöguleika MPM námsins og sagði frá fyrirhugaðri heimsókn metsöluhöfundarins Martin Parker (Höf: Shut Down the Business School - What's Wrong with Management Education). Árni Heiðar Karlsson, píanóleikari, stýrði fundinum með glæsibrag. Í kjölfarið var unnið að tengslamyndun MPM nema með umræðum um kjarnaspurningar er snúa að framtíð námsins. Þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir sitt framlag og þökkum sömuleiðis fyrir frábæra mætingu!

 

Lesa meira

Risastór fagráðstefna um stjórnun á Íslandi

Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-náms í HR

Einhver stærsta fagráðstefna í heimi á sviði stjórnunar er Euram eða „European Academy of Management.“ Þessa árlegu ráðstefnu sækja að jafnaði um 1000 manns víðsvegar að úr heiminum, hún er þó alltaf haldin í Evrópu. Hún fór fram í Glasgow sumarið 2017 og á næsta ári fer hún fram í Portúgal. Þann 19. júní 2018 setti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ráðstefnuna í Reykjavík. Metfjöldi þátttakenda sótti ráðstefnuna á Íslandi eða um 1700 manns, og kynntar voru 1200 rannsóknir innan ólíkra sviða viðskiptafræði og stjórnunar. Það var viðskiptafræðideild sem stóð fyrir ráðstefnunni og hún fór fram í húsakynnum Háskóla Íslands og tók yfir margar byggingar á háskólasvæðinu, enda er þetta ein af stærri ráðstefnum sem haldnar hafa verið á Íslandi.

Lesa meira

Fara á umsóknarvef