Brautskráning MPM-nema

22. júní í Hörpunni

Brautskráning MPM-nema fór fram í Hörpu þann 22.júní síðastliðinn. Dagurinn hófst með hátíðarmóttöku MPM-námsins þar sem útskriftarnemendur og forsvarsaðilar MPM-námsins fögnuðu árangrinum. Verkefnastjórnunarfélag Íslands veitti verðlaun fyrir besta lokaverkefnið, en það voru þær Kristveig Þorbergsdóttir og Bryndís Reynisdóttir sem hlutu fyrstu verðlaun. Einnig veitti MPM-námið árleg Tryggvaverðlaun þar sem nemendur kusu sinn fulltrúa sem þau töldu hæfastan til að stýra flóknum verkefnum, en Ólafur Magnús Birgisson hlaut þann heiður. Að móttöku lokinni hófst útskriftin í Eldborgarsal en þar hlaut Sunna Dóra Sigurjónsdóttir verðlaun fyrir hæstu lokaeinkunn úr útskriftarárgangi MPM-nema. Allir MPM-nemendur útskrifuðust með glæsibrag og var hvert lokaverkefni öðru betra - erum við gríðarlega stolt af því að hafa fengið að fylgja þessum einstaka hópi í gegnum námið. Við óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá ykkur gera fleiri góða hluti á sviði verkefnastjórnunar á komandi tímum! Sjá svipmyndir frá deginum HÉR


Fara á umsóknarvef