Dagur verkefnastjórnunar

11. maí kl. 9:00 - 18:15

Dagur verkefnastjórnunar verður haldinn hátíðlegur í Háskólanum í Reykjavík 11. maí nk. í samstarfi Verkefnastjórnunarfélags Íslands og MPM-námsins í HR.

Dagskrá Dags Verkefnastjórnunar er þríþætt: málstofa, kynningar og hátíðarkokteill. 

Kl. 9:00-12:00 Málstofa

Á málstofunni verður spáð í framtíðina og hún skoðuð út frá fjórum málaflokkum: Samsetning atvinnulífs, umhverfis- og loftlagsmál, tækni og samfélag og „millenials“. Erindi verða haldin um hvern og einn málaflokk og að þeim loknum fer fram vinnustofa með svokölluðu „world cafe“ sniði. Þar verða umræðuspurningar lagðar fyrir málstofugesti þar sem velt verður vöngum yfir því hvernig framtíðin mun koma til með að líta út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar. 

Málstofan fer fram í stofu M325 í Háskólanum í Reykjavík. Hún er öllum opin og gjaldfrjáls en nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja sér sæti. 

Áhugasamir þurfa sérstaklega að skrá sig á málstofuna og hámarksfjöldi þátttakenda er 50.  


Kl. 14:00 Kynningar á lokaverkefnum útskriftarnemenda MPM-námsins 

14:00 - 14:15 Opnun útskriftarráðstefnu (M101)

A. Stefnan - fyrirtækið - verkefnin (M101)

14:15 - 14:35: Kynbundinn samskiptastíll á vinnustað, hvað er í gangi?

Nemandi: Þorbjörg Alda Birkis Marinósdóttir 

14:35 - 14:55: The state of Benefit Realisation Management in Iceland: How to move forward

Nemandi: Lára Böðvarsdóttir 

14:55 - 15:15: Mótun þjónustustefnu:

 Hlutverk hagsmunaaðila við mótun þjónustustefnu fyrir Vodafone á Íslandi 

Nemandi: Berglind Hreiðarsdóttir

15:15 - 15:35: "Evaluation of the state of Project Management in the Advertising Industry "The Soft Stuff is the Hard Stuff". 

Nemandi: Frank Arthur Blöndahl Cassata

15:35 - 15:55: Stjórn verkefnaskrár innan upplýsingatæknideilda, - þroski og mikilvægustu þættir

Nemandi: Gísli Geir Gylfason

15:55 - 16:35: ...aldrei spurt um kostnað þegar um líf er að ræða 

Nemendur: Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir og Jakob Falur Garðarsson


B. Leiðtogar - hlutverk - menning (V101)

14:15 - 14:35: Áhrif "metoo" á vinnustaðamenningu á Íslandi

Nemandi: Halla María Ólafsdóttir

14:35 - 14:55: Notendamiðuð geðheilbrigðisþjónusta

Nemandi: Halldór Auðar Svansson

14:55 - 15:15: Pólitík og verkefnastjórnun - Þurfa verkefnastjórar að búa yfir pólitískri færni til þess að ná árangri? 

Nemandi: Björg Torfadóttir

15:15 - 15:35: The Island using Play Therapy 

Nemandi: Lovísa Björk Júlíusdóttir

15:35 - 15:55: Mæling róttækra breytinga innan framleiðslueiningar innan fyrirtækis. „Hver er þín upplifun?" 

Nemandi: Oddsteinn Guðjónsson

15:55 - 16:35: „Hvað segirðu félagi? Eigum við að fara saman í bjór?“ - Áhrif kyns verkefnastjóra á upplifun þeirra af hindrunum í starfi. 

Nemendur: Inga Auðbjörg K. Straumland og Vallý Helgadóttir

C. Agile - Lean - Mannauður (V102)

14:15 - 14:35: Sýnileg stjórnun innan Icelandair: Aðferðin - innleiðing - ávinningurinn

Nemandi: Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir

14:35 - 14:55: Er hægt að mæla öryggishætti fyrirtækja? 

Nemandi: Eyþór Kári Eðvaldsson

14:55 - 15:15: Er Járnþríhyrningurinn að kæfa Agile? 

Nemandi: Kristján Karlsson

15:15 - 15:35: Öryggi í iðrum jarðar - Úttekt á gerð áhættumats og öryggisáætlana í ferðamannahellum á Íslandi 

Nemandi: Júlía Hrönn Guðmundsdóttir 

15:35 - 15:55: Hvernig er Agile að reynast íslenskum hugbúnaðarhúsum

Nemandi: Einar Örn Bjarnason

15:55 - 16:35: Glerþak í verkefnastjórnun - Hæfniþátturinn fjármál notaður sem mælistika á kynjamun í faginu. 

Nemendur: Díana Björk Eyþórsdóttir og Eva Georgs. Ásudóttir

D: Nýsköpun - þróun – frumkvöðlar (M101)

16:55 - 17:15: Evaluating the effects of simulation-based training in project management education. The viewpoints of students and professors

Nemandi: Bryndís Halldórsdóttir

17:15 - 17:35: Mindhunting the Mindhunter: Expert insight into managing sensitive research projects in criminal and forensic psychology. 

Nemandi: Íris Elma Jónsdóttir Guðmann

17:35 - 17:55: Er löggilding starfsheitisins verkefnastjóri raunhæfur möguleiki á Íslandi? 

Nemandi: Eva Kristinsdóttir

17:55 - 18:15: Lærum af þeim bestu: Hagnýt viðmið á bestu starfsvenjum fyrir lyfjafræðilega umsjá. Ný heilbrigðisþjónusta á Íslandi

Nemandi: Þórunn Kristín Guðmundsdóttir

E. Samskipti - samvinna - upplýsingar (V101)

16:55 - 17:15: Hvernig starfsumhverfi virkar best? Þættir sem sem hafa áhrif á samvinnu, samskipti og nýsköpun. 

Nemandi: Þórdís Eik Friðþjófsdóttir

17:15 - 17:35: Netkall á hjálp. 

Nemandi: Viðar Bjarnason

17:35 - 17:55: “Þetta kerfi er bara mannanna verk” - Tækifæri til samþættingar þjónustu við börn og unglinga með geðheilbrigðisvanda. 

Nemandi: Hulda Björk Finnsdóttir

17:55 - 18:15: Er heimaþjálfun í lestri að skila mælanlegum árangri hjá nemendum? 

Nemandi: Stefanía Helga Björnsdóttir

16:55 - 17:15: Að leiða stafrænar breytingar með aðferðafræði verkefnastjórnunar. 

Nemandi: Hjálmtýr Grétarsson

17:15 - 17:35: Governance in inter-organizational project networks 

Nemandi: Þórður Bergsson

17:35 - 18:15: “Allt er breytingum háð, leitin að gralinu” Nýtast mats- og þroskalíkön á fjölbreytt verkefni? 

Nemendur: Andrea Anna Guðjónsdóttir og Sesselja Friðgeirsdóttir

Kl. 18:00 Hátíðarkokteill fyrir MPM-samfélagið

Dagur verkefnastjórnunar var einstaklega vel heppnaður í fyrra og við hlökkum til að endurtaka leikinn í ár.

Sjá nánar á FacebookFara á umsóknarvef