Dagur verkefnastjórnunar 2021

Streymi af upptökum lokaverkefna og svipmyndir

Dagur verkefnastjórnunar var haldinn 14. maí síðastliðinn en þá voru útskriftarnemendur í aðalhlutverki er þau kynntu  lokaverkefni á hátíðarraðstefnu námsins. Hér má sjá upptöku af streymi ráðstefnu: 

https://vimeo.com/549307644

Við lok dags var boðið til móttöku þar sem þessum merka áfanga var fagnað meðal nemenda og forsvarsaðila námsins. Teymi MPM-Alumni tók einnig þátt og veittu verðlaun til MPM-ara ársins. Félagsmenn MPM Alumni velja árlega MPM-ara ársins og er tilkynnt um handhafa viðurkenningar á degi verkefnastjórnunar. Viðurkenningin er veitt útskrifuðum MPM-ara sem vakið hefur eftirtekt með árangri í lífi og/eða starfi og/eða stuðlað að samfélagsumbótum. Það var Björk Grétarsdóttir (MPM 2011) sem hlaut titilinn í ár - en hún hefur stýrt stóru verkefni tengdu Covid-19 undir heitinu Stafræn vegferð í Covid hjá Origo. Teymið setti meðal annars upp rafrænt landamæraeftirlit á mettíma ásamt samþættingu allra aðila og í framhaldi hannaði það svo rafrænar lausnir á öðrum ferlum. Þar má nefna ýmsar tegundir sýnatöku, bólusetningu, móttöku vottorða, QR kóða ofl. Innilega til hamingju með viðurkenninguna Björk !

MPM-ari-arsinsMPM-útskriftarnemar fögnuðu lokum misseris og hér má sjá nokkrar skemmtilegar svipmyndir. Það hefur verið sannkallaður heiður að fylgja þessum öfluga hópi í gegnum námið. Við óskum þeim til hamingju með áfangann og hlökkum til að fagna með þeim við útskriftarathöfnina í Hörpu, 19.júní næstkomandi. 

_DSF0938_DSF0912_DSF0934_DSF0973_DSF0917_DSF0943