Dr. Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins er nýr forstjóri Sorpu

Dr. Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins hefur tekið tímabundið við sem forstjóri Sorpu. Hann ræðir málin í VIÐTALI á RÚV.

HTI

Rannsóknir Helga Þórs og kennsla á framhalds- og grunnstigum háskóla hafa einkum snúist um verkefna- og gæðastjórnun. Þess má geta að Helgi Þór var einnig ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010-2011. 

Helgi mun eftir sem áður vera virkur í MPM-náminu og kenna þar námskeið sín. 

Opið er fyrir umsóknir í MPM-námið á www.hr.is/mpm til 30. apríl .n.k.


Fara á umsóknarvef