• Helgi-Thor-vidurkenning

Heiðursviðurkenning frá IPMA

Þann 17. maí síðastliðinn hlaut dr. Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild og forstöðumaður MPM-námsins, heiðursviðurkenningu frá IPMA - Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga

Viðurkenninguna hlaut Helgi Þór fyrir ötult og mikilvægt starf sitt innan IPMA í þágu rannsókna í verkefnastjórnun. Árið 2013 var Helgi Þór valinn til setu í rannsóknaráði IPMA og á árunum 2016-2018 var hann rannsóknastjóri samtakanna. Það var Þór Hauksson, formaður Verkefnastjórnunarfélags Íslands, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík á Degi verkefnastjórnunar. 

Helgi Þór er annar upphafsmanna MPM-námsins við Háskólann í Reykjavík, leiðandi kennari og helsti umsjónarmaður þess, ásamt dr. Hauki Inga Jónassyni.

Helgi-Thor-vidurkenning


Fara á umsóknarvef