Frá opnum viðburði MPM-námsins: Pfizer

Hvernig varð íslenskt nýsköpunarfyrirtæki lykilhlekkur í dreifingu á Pfizer Covid-19 bóluefninu?

Controlant2

Þriðjudaginn síðasta, 19.okt, komu forsvarðailar frá Controlant, þær Vallý Helgadóttir - MPM og þjónustustjóri, Christina Merkel - aðstoðarforstjóri verkefnastofu og Berglind Ragnarsdóttir, verkefnastjóri - og ræddu um hvaða lykilhlutverki Controlant gegnir í umbreytingu á aðfangakeðjunni í dreifingu Pfizer COVID-19 bóluefnisins og hvaða verkefnastýring býr þar að baki. Við þökkum kærlega fyrir okkur enda er einstakt að fá innsýn inn í þetta ótrúlega ferli og öra framför Controlant!