Galdurinn í verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun sviðslista: Söngleikurinn Galdur

MPM-námið stendur fyrir hádegiskynningu föstudaginn 21. febrúar kl.12 í stofu V102 við Háskólann í Reykjavík undir yfirskriftinni Galdurinn í verkefnastjórnun.

Þórey Sigþórsdóttir leikkona og leikstjóri talar um þann galdur sem á sér stað í leikhópum. Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri talar um galdurinn sem á stað í starfi kóra. Helgi Þór Ingason prófessor talar um þá galdra sem oft eiga sér stað í allskonar verkefnisteymum. 

Öll þrjú greina þau frá verkefni sem þau taka þátt í vorið 2020, en það er að setja upp nýjan íslenskan söngleik sem heitir einmitt Galdur og er eftir Helga Þór Ingason. Félagar úr Söngfjelaginu koma og syngja tóndæmi úr þessu verki, sem verður frumflutt í vor sem leiklestur, með megináherslu á flutning tónlistarinnar.

Meiri upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu á Karolinafund: https://www.karolinafund.com/project/view/2708

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


Opið fyrir umsóknir í MPM-námið á https://www.ru.is/mpm

Stage


Fara á umsóknarvef