Heimavinna er okkar nýja heimsmynd

Ólaf­ur Gauti Hilm­ars­son kerf­is­fræðing­ur og MPM-ari, ræðir við Morgunblaðið

Sjá heildarpistil HÉR eða á skjámynd hér fyrir neðan. 

Eins má hér hlýða á viðtal um efnið í Síðdegisútvarpinu

Heimavinna er okkar nýja heimsmynd: Mynstur hversdagsins tekur miklum breytingum á tímum COVID 19 

Heima Vinnuveitendur munu taka meira tillit til að ráða fólk sem getur að hluta til unnið óháð staðsetningu, segir Ólafur Gauti Hilmarsson.
Mánudagur, 19. október 2020

Vinnuveitendur munu taka meira tillit til að ráða fólk sem getur að hluta til unnið óháð staðsetningu, segir Ólafur Gauti Hilmarsson. — Mynd: Kristinn Magnússon, MBL

„Heimavinna er hin nýja heimsmynd,“ segir Ólafur Gauti Hilmarsson kerfisfræðingur. Hann lauk á dögunum námi í verkefnastjórnun og lokaverkefni hans var að kanna áhrif Covid-19 á störf og vinnulag stjórnenda og starfsfólks fyrirtækja á Íslandi. Á mörgu er tæpt í ritgerð um málið og niðurstaða Ólafs er að vinnumarkaðurinn muni breytast varanlega eftir reynslu síðustu mánaða. Sveigjanleiki í starfi verði meiri og hefðbundnar tímaskráningar verði ekki jafn mikilvægar og áður. Fjarvinna, fjarvinnulausnir og fjarfundir verði algengari. Góður tæknibúnaður þurfi þó að vera til staðar. Einkenni yfirstandandi ástands er þó, að mati viðmælenda Ólafs, aðlögunarhæfni og samstaða fólks sem margt hefur verið í langvarandi einangrun sé mikil.....Fara á umsóknarvef