Hvernig björgum við heiminum með verkefnastjórnun?

Dagur verkefnastjórnunar á vegum MPM-námsins og Verkefnastjórnunarfélags Íslands

Að þessu sinni verður vinnustofan (fyrir hádegi) tileinkuð þeim miklu áskorunum sem blasa við í umhverfis- og loftslagsmálum út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar. Rýnt verður í mikilvægi þess að nýta þá nálgun sem fagið býður upp á til þess að skapa grundvöll fyrir velgengi. ATH: Skráning í vinnustofu fer fram á síðu VSF - Hér: https://www.vsf.is/is/dagur-verkefnastjornunar-17-mai-2019

Í kjölfar vinnustofu hefst útskriftarráðstefna /opin fyrirlestraröð um lokaverkefni MPM-nema (eftir hádegi) en þá verða fimm ólíkir straumar ráðandi: 

1. Leiðtogar, teymi og menning

2. Áhætta, óvissa og samfélagið

3. Verkefnafyrirtækið og verkefnamiðun

4. Stjórnskipulag, hlutverk og fagmennska

5. Verkefnastjórnsýsla og árangur

Ítarlega dagskrá má finna HÉR


Fara á umsóknarvef