MPM-ari árins 2021

Dagur verkefnastjórnunar 14. maí

Við kynnum með stolti MPM-ara árins 2021!

MPM-ari-arsins

Björk Grétarsdóttir útskrifaðist úr MPM árið 2011 en hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Origo í nokkur ár. Þar hefur hún byggt upp og innleitt verkefnastýringu og verkefnaskrá fyrir Origo og helstu viðskiptavini. Björk hefur síðastliðið ár stýrt stóru verkefni tengdu Covid-19 undir heitinu Stafræn vegferð í Covid. Teymið setti meðal annars upp rafrænt landamæraeftirlit á mettíma ásamt samþættingu allra aðila og í framhaldi hannaði það svo rafrænar lausnir á öðrum ferlum. Þar má nefna ýmsar tegundir sýnatöku, bólusetningu, móttöku vottorða, QR kóða ofl..

Félagsmenn MPM Alumni velja árlega MPM-ara ársins og er tilkynnt um handhafa viðurkenningar á degi verkefnastjórnunar. Viðurkenningin er veitt útskrifuðum MPM-ara sem vakið hefur eftirtekt með árangri í lífi og/eða starfi og/eða stuðlað að samfélagsumbótum. MPM félagið og MPM-námið á Íslandi óskar Björk innilega til hamingju með tilnefninguna og óskar henni áframhaldandi velfarnaðar í sínum störfum