MPM-ari ársins 2019

Þorsteinn Gunnarsson, MPM

Á degi verkefnastjórnunar 17.maí síðastliðinn veitti MPM ALUMNI félagið verðlaun til MPM-ara ársins 2019, en það var Þorsteinn Gunnarsson MPM og sveitarstjóri Skútustapahrepps sem hlaut þann titil. Hefur hann að baki ötult og yfirgripsmikið starf á sviði verkefnastjórnar og stuðlar að gæðum í framvindu fagsins í starfi sínu og verkum. "Þorsteinn hefur staðið sig gríðarlega vel sem sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Hefur leitt áhugaverð verkefni s.s. rannsóknir á hamingju íbúa og unnið að nýjum lausnum í fráveitumálum, auk þess sem hann hefur fært bætt skipulag og betri starfsmenningu í sveitarfélaginu." - MPM Alumni. Við í MPM-námið á Íslandi óskum Þorsteini til hamingju með þessa viðurkenningu.

025A1753Fara á umsóknarvef