MPM-ari ársins 2020

Steinunn Ingvarsdóttir verkefnastjóri og hjúkrunarfræðingur hjá Landspítalanum

Við kynnum með stolti MPM-ara árins 2020 !

101521099_2760918334197600_8508290463453675520_n
Steinunn Ingvarsdóttir útskrifaðist úr MPM árið 2017 en hún starfar sem hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Landspítalanum. Hún hefur unnið að veigamiklum verkefnum tengdum kórónuveirunni á Landspítalanum og stýrði m.a. opnun hinnar svokölluðu Covid-göngudeildar, þar sem teknir voru inn sjúklingar sem metnir voru í hárri áhættu.
Félagsmenn MPM Alumni velja árlega MPM-ara ársins og er tilkynnt um handhafa viðurkenningar á aðalfundi félags. Viðurkenningin er veitt útskrifuðum MPM-ara sem vakið hefur eftirtekt með árangri í lífi og/eða starfi og/eða stuðlað að samfélagsumbótum. MPM félagið og MPM-námið á Íslandi óskar Steinunni innilega til hamingju með tilnefninguna og óskar henni áframhaldandi velfarnaðar í sínum störfum.


Fara á umsóknarvef