• Aslaug-og-haukur

MPM-námið fær endurvottun APM

Alþjóðleg vottun bresku samtakanna um verkefnastjórnun

MPM-nám Háskólans í Reykjavík er enn dæmi um það allra besta sem í boði er á heimsvísu í námi í verkefnastjórnun á meistarastigi, samkvæmt nýlegri úttekt APM (Association for Project Management).

Fyrir þremur árum hlaut MPM-námið alþjóðlega vottun hjá APM, sem eru samtök um verkefnastjórnun í Bretlandi. Vottunin gildir til þriggja ára og á vordögum þurfti því námið aftur að ganga í gegnum vottunarferli samtakanna. APM eru gríðarlega öflug samtök þar sem um 150 manns starfa og er stærsta aðildarfélag IPMA, Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga.

Í úttektinni er aðstandendum námsins hrósað fyrir að slaka hvergi á í faglegum kröfum um leið og námið væri í stöðugri framþróun og hefði sem fyrr mjög jákvæð áhrif í íslensku samfélagi.

Þess má geta að APM hefur hlotið verðlaun sem bestu félagasamtök ("best association") í Bretlandi. Árið 2017 varð mikil breyting á hlutverki og stöðu APM þegar samtökin hlutu þau svonefndan „Royal chartered status“ titil í Bretlandi og með því formlegt umboð yfirvalda til að halda úti hinu lögverndaða starfsheiti „Faglegur verkefnisstjóri“ í Bretlandi. 

Það er því jákvætt fyrir MPM-námið að vera aðili að APM og hafa aðhald af reglulegum úttektum samtakanna. 


Fara á umsóknarvef