MPM-námið fór vel af stað

Opnun og fyrstu kennsluhelgar

Opnun MPM-námsins fór fram 20.ágúst síðastliðinn og vorum við klár ! Háskólinn í Reykjavík var hólfaður niður í sóttvarnarhólf og allur viðbúnaður var til staðar í MPM-deildinni eins og myndir frá undirbúningi opnunar sýna. Vel var mætt og fór allt á besta veg. Íslenskir kennarar leiddu dagskrána áfram, erlendir kennarar tóku þátt með fjarfundabúnaði og var stemningin góð! Eftir að slakað var á sóttvarnarreglum við seinni kennsluhelgi, fór háskólinn að taka á sig fyrri mynd. Við höldum þó áfram að gæta varúðar svo námið geti haldið áfram með sínum föstu viðburðum. Það má með sanni segja að hér eru fordæmalausir tímar á ferð og heljarinnar verkefni - en við í verkefnastýringu hugsum að sjálfsögðu lausnamiðað!  

Mpm-opnun-1 Mpm-opnun-2


Fara á umsóknarvef