Opið fyrir umsóknir í MPM-námið

Viðburðir og kynningarfundir

Hægt er að sækja um HÉR

Framundan eru spennandi og fjölbreyttir viðburðir og erindi á vegum námsins sem hægt er að fylgjast með á vefmiðlum, einkum hér á ru.is eða á Facebook. 

Einnig viljum við vekja sérstaka athygli á þeim þremur kynningarfundum námsins sem framundan eru á eftirfarandi dögum:

29. febrúar kl 12 í stofu M101 - Skráning hér

Facebook viðburður  

27. mars kl 12 í stofu V102  - Skráning hér

Facebook viðburður

22. apríl kl 12 í stofu M101 - Skráning hér

Facebook viðburður

MPM_kynningarfundir_FBevent1

Verið velkomin á kynningu á MPM-meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík.

MPM-námið við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík er 90 eininga háskólanám á meistarastigi sem hannað er samhliða vinnu og tekur tvö ár. Um er að ræða nútímalegt stjórnunarnám sem hentar þeim sem vilja koma hlutum í verk, hvort sem það er á sviði vöruþróunar, verklegra framkvæmda, nýsköpunar, innleiðingar, breytinga, rannsókna eða menningarviðburða. Námsbrautin hefur hlotið alþjóðlega vottun APM samtakanna um verkefnastjórnun og nemendur útskrifast að auki með vottun sem gildir á heimsvísu sem veitt er af Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). 
Fara á umsóknarvef