Upptaka frá hádegiserindi MPM - námsins 24. febrúar
Hrokafull skammsýni eða ígrundað hyggjuvit? Rýnt í arfleið stærstu verkefna mannkynssögunnar
Í þessu öðru hádegiserindi ársins hjá MPM-náminu fjallaði Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson um stærstu framkvæmdaverkefni Afríku og Asíu á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar: Aswan, Kariba, Akosombo og Bhakra stíflurnar sem var ætlað að þróa fátæk landbúnaðarsamfélög yfir í iðnvædd nútímaríki. Stórhuga stjórnmálamenn ákváðu að flytja dýr, ár, fólk, og fjöll til þess að geta stíflunum fyrir og höfðu með því óafturkræf áhrif á náttúru og samfélag.
Miklar vonir voru bundnar við þessi miklu verkefni og kallaði Jawaharlal Nehru, fyrsti forsætisráðherra Indlands, stíflur landsins „nútíma musteri Indlands“. Hvaða tiltrú veittu þessar stíflur? Af hverju voru þær heilög vé að mati Nehru? Voru þetta kraftaverk nútímans? Hvað segja þær um hugmyndfræði samtímans?
Nú 60 árum síðar er hægt að vega og meta arfleið þessa framkvæmda og athuga hvort að gengið hafi verið góðs götuna fram eftir veg. Hvað forsendur gáfu framkvæmdaaðilar sér á sinum tíma? Hvaða afleiðingar hafa stíflurnar haft? Hvernig þróuðust þessi verkefni? Hvað sást mönnum fyrir og hvað var ófyrirsjáanlegt? Hver er staðan nú? Var þetta hrokafullt inngrip inn í náttúruna eða skynsöm nýting náttúruauðlinda með nýjustu tækni og vísindum?
Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson er Brown prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum og gestakennari í trúarbragðafræðum við Háskóla Íslands. Hann vinnur nú að því að skrifa bók sem ber heitið heitir History Be Dammed: The Promise and Peril of Big Dams sem fjallar um sögu stórstíflna og virkjana í Mið-Austurlöndum, Afríku og Asíu og um þau áhrif sem þessi stóru verkefni hafa haft á stjórnmál, náttúru og efnahag þessara svæða.