Útskriftarathöfn MPM-nema

Harpa 20.júní 2020

Útskrift Háskólans í Reykjavík fór fram á laugardaginn 20.júní  með glæsibrag og luku MPM-2020 nemendur þar með við meistaragráðu sína.

Aðalathöfn fór fram í Eldborg í Hörpu og að því loknu bauð MPM-námið til MPM-samkomu á Norðurbryggju. 

Þar ríkti mikil gleði og fögnuðu nemendur saman árangrinum. Dr. Haukur Ingi Jónasson, annar fostöðumanna námsins, hélt tölu og veitti hin árlegu Tryggvaverðlaun. Verðlaunin byggja á vali útskriftarnemenda á einum samnemanda sem þau treysta helst fyrir flóknu verkefni. Sunna Björg Reynisdóttir hlaut Tryggvaverðlaunin 2020, en þau eru nefnd eftir Tryggva Sigurbjörnssyni verkfræðingi og eins af stofnendum Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Tryggvi var innan handar er MPM-námið var sett á fót haustið 2005.

Það hafa verið forréttindi að fylgja MPM-2020 útskriftarárganginum úr höfn og er þetta stórkostlegur hópur sem mun klárlega láta gott af sér leiða í samfélaginu.

Hamingjuóskir til ykkar allra frá MPM-náminu!

Við hlökkum til að sjá ykkur öll á komandi MPM-Alumni samkomum!

Mynd frá MPM-námið á Íslandi.


Fara á umsóknarvef