Verkefni í þágu samfélags

Ráðstefna á vegum MPM-námsins í HR 4. maí

Á ráðstefnunni kynna nemendahópar verkefni sem þeir hafa jafnt og þétt unnið yfir vormisserið. Ráðstefnan stendur yfir frá kl. 13 til 16 í stofu V102 í Háskólanum í Reykjavík og er öllum opin. 
Ráðstefnan er gott tækifæri til að fá innsýn í viðfangsefni nemenda á fyrra námsári í MPM-námi við Háskólann í Reykjavík. Því ættu allir þeir sem sem hafa áhuga á verkefnastjórnun, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna og beitingu aðferðafræði verkefnastjórnunar í ólíkum tegundum verkefna að nýta tækifærið og mæta á ráðstefnuna. 

Dagskrá:

13:00  Setning ráðstefnu

13:05  Ávinningur markvissrar verkefnastjórnunar

Hópurinn vann með Verkefnastjórnunarfélaginu og þróaði kynningarmyndband um fagið með Verkefnastjórnunarfélaginu - undir yfirskriftinni: "Hlutirnir reddast ekki bara" 

MPM nemendur: Aðalsteinn Ingólfsson, Benedikt Ólafsson, Gyða Sigfinnsdóttir, Inga Lára Sigurðardóttir, Jökull Viðar Gunnarsson, Kristín Rut Jónsdóttir.

13:30  Blátt áfram

Hópurinn vann að gerð handbókar fyrir árlega fjáröflun frjálsra félagasamtaka sem vinna að því að koma í veg fyrir ofbeldi gagnvart börnum.

MPM nemendur: Halldór Arnar Hilmisson, Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir, Rósa Gréta Ívarsdóttir, Tjörvi Einarsson, Sara Stef. Hildardóttir.

13:55  Safe in Iceland

Hópurinn vann með Almannavörnum á Suðurlandi að því að bæta upplýsingagjöf til ferðamanna á hamfarasvæði Öræfajökuls.

MPM nemendur: Ása Björk Jónsdóttir, Bryndís Reynisdóttir, Gunnlaugur Bjarki Snædal, Hildur Ýr Þórðardóttir, María Helen Eiðsdóttir.

14:20  Hlé

14:45  Hafnarfjarðarvitinn

Hópurinn vann með Hafnarfjarðarbæ að handbók um verkferla snemmtækrar íhlutunar skóla- og fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar í grunn- og leikskólum bæjarins.

MPM nemendur:  Bára Hlín Kristjánsdóttir, Guðni Guðmundsson, Harpa Hafliðadóttir, María Rut Beck, Ægir Örn Sigurgeirsson.

15:10 Víkverji

Hópurinn vann með Björgunarsveitinni Víkverja í Vík í Mýrdal að undirbúningi og framkvæmd hvatningardags til að efla liðsheild sveitarinnar.

MPM nemendur:  Elín Guðný Gunnarsdóttir, Erling Þór Birgisson, Guðrún West Karlsdóttir, Ólafur Magnús Birgisson, Ragna Björg Ársælsdóttir, Sunna Dóra Sigurjónsdóttir.

15:35 Allir geta unnið

Hópurinn vann að gerð innleiðingaráætlunar fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar til að efla vitund fyrirtækja um að bjóða fötluðu fólki starfsþjálfun eða vinnu.

MPM nemendur: Anton Örn Ingvason, Kristveig Þorbergsdóttir, Melkorka Jónsdóttir, Telma Hrönn Númadóttir.

16:00 Hvað svo?

Hópurinn vann með Krabbameinsfélaginu að þróun fræðslu fyrir nýgreinda einstaklinga með krabbamein og aðstandendur þeirra.

MPM nemendur: Almar Eiríksson, Bjarnveig S. Guðjónsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Helga Bryndís Kristjánsdóttir, Sæmundur Guðlaugsson.

16:25  Ráðstefnulok


Fara á umsóknarvef