Viðburður: Að gera hið ómögulega - verkefnastýring að baki dreifingar Pfizer COVID 19 bóluefnsins

Hvernig varð íslenskt nýsköpunarfyrirtæki lykilhlekkur í dreifingu á Pfizer COVID-19 bóluefninu?

Þriðjudaginn 19. október verður haldin málstofa í stofu V101 á vegum MPM-námsins í HR um það hvernig íslenska nýsköpunarfyrirtækið Controlant varð á fimm mánuðum lykilhlekkur í dreifingu á PfizerBioNTech COVID-19 bóluefnisins. Málstofan mun fara fram á ensku.

Bakvið ævintýri Controlant er flókin verkefnastýring sem krafðist mikillar nákvæmni og útsjónarsemi enda snerti verkefnið heimsbyggðina alla. Farið verður ofan í saumana á verkefnastýringunni, saga fyrirtækisins rakin, verkefnateymið kynnt og farið í gegnum það hvernig Controlant mælir meginmarkmið sín.

Starfsmenn Controlant munu halda erindi:

  • Vallý Helgadóttir - Chief Service Officer
  • Christina Merkel - VP of Program Management
  • Simon Prescott - Implementation Program Manager

Í lokin verður boðið upp á spurningar úr sal. Öll velkomin en málstofunni verður einnig streymt: