Vorferð MPM-nema

Árleg óvissuferð fyrra árs nema

Hin árlega vorferð fyrsta árs nema í MPM-náminu átti sér stað 5. júní sl. Hefð er fyrir því að MPM-námið skipuleggi einskonar óvissu- / fræðsluferð með fjölbreyttum viðkomustöðum víðsvegar um landið. Eva Georgsdóttir MPM og framleiðslustjóri Stöðvar 2 tók til að mynda á móti nemendum ásamt Sif Sturludóttir MPM og forstöðumanni eignumasýslu Sýnar og kynntu glæsilega starfsemi félagsins. Því næst var farið í vettvangsferð á móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi og loks í gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi - en þeir Ástþór Ingvi Ingvason stöðvarstjóri Sorpu og dr. Helgi Þór Ingason, starfandi forstjóri Sorpu og annar forstöðumanna MPM-námsins, tóku á móti nemendum og veittu kynningu á starfseminni út frá sjónarmiði verkefnastjórnunar. Að heimsóknum loknum var haldið í kvöldverð og á hótel við bæjarmörkin þar sem MPM-nemar fögnuðu saman þeim áfanga að hafa nú lokið fyrsta ári námsins.

Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur á viðkomustöðum okkar ! Ákaflega skemmtilegur dagur er að baki með virkilega öflugum nemendum.


Mynd frá MPM-námið á Íslandi.

Mynd frá MPM-námið á Íslandi.

Mynd frá MPM-námið á Íslandi.

Mynd frá MPM-námið á Íslandi.

Mynd frá MPM-námið á Íslandi.

Mynd frá MPM-námið á Íslandi.

Mynd frá MPM-námið á Íslandi.

Mynd frá MPM-námið á Íslandi.


Fara á umsóknarvef