Anna Kristín Kristinsdóttir
Verkefnastjóri á Mannauðs- og gæðasviði hjá Kynnisferðum - Reykjavík Excursions - MPM 2017
„Áherslan á mannlega þáttin hefur komið mér skemmtilega á óvart, en samskipti eru jú grundvöllur fyrir góðri verkefnastýringu þar sem unnið er daglega að því að fá fólk að borðinu til að vinna að sameiginlegu markmiði. Í MPM-náminu hef ég aukið þekkingu mína á fræðunum og fengið tæki og tól til verkefnastýringar en þetta eflir mig sem starfsmann og styrkir leiðtogafærni mína. Ég tel að námið muni gera mig samkeppnishæfari á vinnumarkaðnum enda nýtast þessir eftirsóttu þættir í öllum fyrirtækjum og á öllum stigum strjórnunar“