Jakob Falur Garðarsson
Framkvæmdastjóri Frumtaka - MPM 2018
„Ég valdi MPM-námið til að öðlast betri færni til að takast á við krefjandi verkefni í bæði leik og starfi - og ég sé ekki eftir því. Í náminu er tvinnað saman fræðigreinum eins og sálfræði og verkfræði á skemmtilegan hátt, kennsluaðferðirnar eru fjölbreyttar og vel útfærðar og skipulag námsins er til fyrirmyndar. Þessi frábæri bræðingur, það er, hve skemmtilega er blandað saman djúpum og flóknum verkferlum við mikilvægi þess að efla og treysta mannleg samskipti, er einn helsti kostur MPM-námsins. Við vinnum mikið með jákvæðni, gleði og traust í mannlegum samskiptum og það kann ég að meta.“