• Sigurhanna Kristinsdóttir

Sigurhanna Kristinsdóttir

Teymisþjálfari hjá Kolibri - MPM 2014

Sigurhanna Kristinsdóttir starfar sem teymisþjálfari hjá Kolibri. Hún hjálpar teymum að viðhalda skýrri og sameiginlegri sýn á markmið sín og gera stöðugar endurbætur á sinni vinnu. Hún sér um að halda takti hjá teymum gangandi, skipuleggur og lóðsar fundi og heldur utan um flæði og framgang í vinnu teyma. Sigurhanna er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist úr MPM-náminu árið 2014.

,,Raunhæfu verkefnin voru áhugaverð, til dæmis settum við okkur í spor ráðgjafa og fengum tækifæri til að koma með ráðgjöf innan fyrirtækja á sviði breytinga- og gæðastjórnunar. Í það heila er MPM-námið afar hagnýtt og mikið af þeirri þekkingu sem ég aflaði mér tengist beint því sem ég starfa við á hverjum degi. Oft gat ég farið í vinnuna á mánudagsmorgni eftir skólahelgi og nýtt mér eitthvað sem ég var að fást við um helgina. Svo er það allt fólkið sem maður kynntist og lærir svo mikið af, bæði kennarar og aðrir nemendur. Ég segi alltaf að MPM-námið sé mannbætandi og þroskandi nám, maður þurfti að takast á við sjálfan sig og aðra á annan hátt en ég hafði áður þekkt".