Umsóknarferlið
Inntökuskilyrði
Námið er ætlað þeim sem hafa lokið grunngráðu í háskóla og eru með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu. Allir umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í viðtal.
Umsóknarfrestur
Almennur umsóknarfrestur er frá 5. febrúar til og með 5. júní 2023.
Umsóknir sem kunna að berast eftir almennan umsóknarfrest eru þó teknar til greina eftir tilvikum. Hafið samband við mpm@ru.is fyrir frekari upplýsingar.
Umsókn
Sótt er rafrænt um nám við HR á sérstökum umsóknarvef: http://umsoknir.ru.is/
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
- Yfirlit yfir náms- og starfsferil (CV) með ljósmynd.
- Staðfest ljósrit af einkunnum og prófskírteinum.
- Markmiðalýsing, þar sem umsækjandi gerir grein fyrir framtíðarmarkmiðum sínum og hvernig meistaranámið getur fallið þar inn í og hjálpað umsækjandanum að ná markmiðum sínum (inn í rafrænni umsókn eða sem viðhengi með umsókn).
- Tvö meðmælabréf frá einstaklingum sem geta metið hæfni umsækjanda til að takast á við námið. Meðmælabréf mega vera á íslensku og/eða ensku. Meðmælabréf eiga ekki að fylgja með rafrænni umsókn heldur þurfa þau að berast til deildarfulltrúa MPM-námsins í tölvupósti eða í innsigluðu umslagi.
Háskólinn í Reykjavík
MPM - b/t umsjónarmanns
Menntavegi 1
101 Reykjavík
Netfang: mpm@ru.is
Skólagjöld
Upplýsingar um skólagjöld MPM-námsins má finna hér: Upplýsingar um skólagjöld
Eftirfarandi gögn og þjónusta er innifalin í skólagjöldum:
- Öll kennsla og
kennsluefni
- Aðgengi að
kennslurýmum
- Aðgengi að
lesaðstöðu
- Aðgengi að allri
þjónustu HR
- Allar bækur sem lagðar
eru til grundvallar sem kjarnalesefni námskeiða
- Aðgangur að GPMfirst
bókaveitunni
- Alþjóðleg CPMA vottun (Certified Associate in Project Management, PMI international)
- Alþjóðleg IPMA D-vottun (International Project Management Association Certificate)
- IPMA C- eða B-vottun á
útskriftarári (háð reynslu nemanda)
- Nemendaskráning hjá
Association of Project Management (APM)
- Persónuleg markþjálfun
á hverju misseri (x4)
- Vorferð á öðru
misseri
- Ýmsir viðburðir,
ráðstefnur og stutt námskeið
- Kaffi og ávextir á kennsluhelgum
IPMA C eða IPMA B vottun
grundvallast á reynslu nemanda af verkefnastjórnun og til að undirgangast hana
þurfa því nemendur að hafa borið ábyrgð á stjórnun og samhæfingu verkefna yfir
tiltekið tímabil, eins og kveðið er á um í skilmálum Verkefnastjórnunarfélags
Íslands. Nemendur sem ljúka vottunarferli á útskriftarári gera það á kotnað
námsins.
Algengar spurningar
- Á hvaða tungumáli er kennt?
Kennsla fer bæði fram á ensku og íslensku. - Hvenær er hægt að hefja nám?
Eingöngu er hægt að hefja MPM-nám að hausti. - Eru gerðar undanþágur frá kröfum um BA/BSc/sambærilega gráðu?
Það nægir að umsækjandi hafi lokið 180 ECTS-einingum á háskólastigi. - Er hægt að vera í fullri vinnu meðfram MPM námi?
Já, MPM-nám er skipulagt sem háskólanám með vinnu. - Lánar Menntasjóður Námsmanna fyrir skólagjöldum?
Já, LÍN hefur lánað fyrir skólagjöldum samkvæmt reglum lánasjóðsins hverju sinni. Þú getur kynnt þér reglur sjóðsins á https://menntasjodur.is/ - Hvenær fer kennsla fram?
Kennt er aðra hvora helgi, föstudag og laugardag, frá 8:30-16:30, og einn fimmtudagseftirmiðdag í mánuði, 16:00-20:00.