Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Ertu að útskrifast?

Háskólinn í Reykjavík brautskráir kandídata þrisvar sinnum á ári, í júní, október og í janúar/febrúar. Hér fyrir neðan má sjá ýmsar gagnlegar upplýsingar um brautskráningar sem haldnar eru í Hörpu og í Sólinni frá Háskólagrunni HR. Í almanaki HR má sjá dagsetningar næstu brautskráninga.

Brautskráning 

Ef nemendur ætlar að fresta útskrift er mikilvægt að senda póst á nemendaskra@ru.is. Ef nemendur geta ekki mætt á útskriftina er mikilvægt að senda póst á vidburdir@ru.is.

Útskriftar

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Brautskráning í Hörpu

Brautskráningarathafnir eru haldnar í janúar/febrúar og júní hvert ár. Gera má ráð fyrir að athöfnin taki um tvo klukkutíma.

Skráning í útskrift

Nemendur skrá sig sjálfir í útskrift í Myschool á tímabilinu febrúar/mars og október/nóvember. Nánari dagsetningar má sjá í almanki HR.

En ef ég er ekki skráð/ur?

Ef þú ert ekki skráð/ur í útskrift, vinsamlega sendu beiðni um skráningu í útskrift á nemendaskra@ru.is.

 

Útsksrifatrnemendur sitja fyrir á hópmynd í Hörpu

Hvað tekur athöfnin langan tíma?

Gert er ráð fyrir því að athöfnin taki um tvær klukkustundir.

Hvað má ég taka með mér marga gesti?

Miðað er við að hverjum útskriftarkandídat fylgi 2-3 gestir. Það þarf enga aðgöngumiða á útskriftina.

Ef ég get ekki mætt á athöfnina, hvernig nálgast ég útskriftargögnin mín?

Hægt verður að ná í útskriftarskírteinið í afgreiðslunni í Sólinni næstu daga eftir að brautskráningu lýkur.

Prófskírteini og skírteinisviðaukar

Við brautskráningu eru afhent prófskírteini og skírteinisviðauki ásamt námsferlum á íslensku og ensku.

Skírteinisviðaukar (e. diploma supplement) innihalda hlutlægar lýsingu á námi þínu ásamt stuttri lýsingu á íslensku háskólakerfi. Viðaukinn er samkvæmt fyrirmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hér má nálgast nánari upplýsingar: https://ec.europa.eu/education/diploma-supplement_en

Þessi gögn þurfa oft að fylgja með umsóknum um nám í erlenda háskóla. Hvorki prófskírteini né skírteinisviðaukar eru endurútgefin svo mikilvægt er að geyma þau vel.

Láttu vita ef þú ætlar ekki að mæta

Ef nemandi sér fram á að mæta ekki á brautskráningu er mjög mikilvægt að láta vita. Þá er hægt að skipuleggja viðburðina betur og það eru ekki auðir stólar á sviðinu. Það er nóg að senda tölvupóst á: vidburdir@ru.is. Prófskírteini eru aðgengileg frá mánudegi eftir útskrift í afgreiðslu HR. 

Við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér!

Brautskráning úr Háskólagrunni HR

Nemendur eru brautskráðir frá frumgreinadeild í Sólinni í HR. Brautskráning fer fram 11. júní. 

Hvenær á ég að mæta?

Útskriftarkandídatar mæta í Sólina í myndatöku og svo er haldin æfing.

Athöfnin

Brautskráning hefst um kl. 17 í Sólinni og tekur um klukkustund.

Það er mikilvægt að láta vita ef nemendur sjá sér ekki fært að mæta í athöfnina með því að senda tölvupóst á: vidburdir@ru.is.

Dagskrá

  • Setning
  • Ávarp eldri nemanda
  • Ávarp útskriftarnema
  • Tónlistaratriði
  • Brautskráning
  • Ávarp rektors

Brautskraning_frumgreinadeild


Var efnið hjálplegt? Nei