Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Ertu að útskrifast?

Háskólinn í Reykjavík heldur tvær athafnir í júní þar sem kandídatar eru brautskráðir frá háskólanum. Nemendur eru jafnframt brautskráðir í janúar ár hvert.

Þegar nær dregur næstu brautskráningu verða upplýsingar á þessari síðu uppfærðar. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar sem nemendur fengu fyrir brautskráningu í júní sl. 

Hópur af strákum sem er að útskrifast stillir sér upp fyrir myndatöku baksviðs í Hörpunni

Við hlökkum til að fagna áfanganum með ykkur og hvetjum ykkur jafnframt til þess að lesa eftirfarandi upplýsingar.

Skráðu þig í útskrift

Ertu búin/n að skrá þig í útskrift í Myschool?

En ef ég er ekki skráð/ur?

Ef þú ert ekki skráð/ur í útskrift, vinsamlega hafðu samband við þína deild:

Láttu vita ef þú ætlar ekki að mæta

Ef nemandi sér fram á að mæta ekki á brautskráningu er mjög mikilvægt að láta vita. Þá er hægt að skipuleggja viðburðina betur og það eru ekki auðir stólar á sviðinu. Það er nóg að senda tölvupóst á: vidburdir@ru.is.

Brautskráning í Hörpu

Brautskráninguna ber að þessu sinni upp á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Það má búast við því að erfitt verði að finna bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Við biðjum útskriftarkandídata og fjölskyldur þeirra að hafa þetta í huga og nota gjarnan leigubíla og almenningssamgöngur.

Hvenær á ég að mæta?

Nemendur sem eru að útskrifast eiga að mæta í Hörpu kl. 10. Það er nauðsynlegt að mæta uppáklædd/ur fyrir útskrift því þá er myndataka og æfing og hópurinn fer ekkert heim á milli æfingar og sjálfrar athafnarinnar.

Með því að taka daginn snemma og mæta á æfinguna göngum við úr skugga um að allt gangi vel fyrir sig. Nemendur eru fegnir því eftir á að hafa farið í gegnum þetta einu sinni þegar þeir standa fyrir framan þétt setinn Eldborgarsal í Hörpu.

Það er gott að borða vel um morguninn og koma jafnvel með nesti því ekki verður mikill tími til að fara í mat áður en athöfnin byrjar. Einnig gæti orðið dálítið heitt á sviðinu.

Æfing

Mæting kl. 10:00 í Eldborg. Sætin á sviðinu eru merkt með nöfnum og upplýsingar um staðsetningu verða frammi við innganginn í salinn. Þegar búið er að fara yfir útskrift einnar deildar fer hún yfir í Silfurberg í myndatöku. Í Silfurbergi er aðstaða fyrir útskriftarnemendur fram að athöfn.

Myndataka

Tekin er hópmynd af hverri deild fyrir sig í Silfurbergi og svo öllum hópnum.

Útsksrifatrnemendur sitja fyrir á hópmynd í Hörpu Frá hópmyndatökunni í júní í fyrra.

Hvað tekur athöfnin langan tíma?

Gert er ráð fyrir því að athöfnin taki tvær klukkustundir, frá kl. 13 til 15.

Sjá dagskrá athafnarinnar

Hægt verður að fylgjast með athöfninni á netinu hér:

https://livestream.com/ru/brautskraning2017

Hvað má ég taka með mér marga gesti?

Miðað er við að hverjum útskriftarkandídat fylgi 2-3 gestir. Það þarf enga aðgöngumiða á útskriftina.

Ef ég get ekki mætt á athöfnina, hvernig nálgast ég útskriftargögnin mín?

Hægt verður að ná í útskriftarskírteinið í afgreiðslunni í Sólinni frá 19. júní.

Ungar konur að útskrifast taka hópmynd í HörpuBrautskráning frumgreinadeildar

Nemendur verða brautskráðir frá frumgreinadeild þann 19. júní kl. 17 í Sólinni í HR.

Hvenær á ég að mæta?

Útskriftarkandídatar mæta kl. 16 í Sólina í myndatöku og svo verður haldin æfing. Áður en athöfnin hefst verður boðið upp á hressingu í stofu V102. 

Athöfnin

Brautskráning hefst kl. 17 í Sólinni og tekur um klukkustund. Þið megið að sjálfsögðu bjóða ykkar nánustu fjölskyldu að koma og vera viðstödd athöfnina. Gert er ráð fyrir 2-4 gestum á hvern útskriftarnema.

Það er mikilvægt að láta vita ef nemendur sjá sér ekki fært að mæta í athöfnina með því að senda tölvupóst á: vidburdir@ru.is.

Dagskrá

Setning

Ávarp eldri nemanda

  • Einar Friðgeir Björnsson, véla- og iðnaðarverkfræðingur

Ávarp útskriftarnema

  • Birkir Björns Halldórsson

Tónlistaratriði

  • Sigríður Thorlacius

Brautskráning

  • Málfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður frumgreinadeildar

Ávarp rektors

  • Dr. Ari Kristinn Jónsson

Brautskraning_frumgreinadeild


Var efnið hjálplegt? Nei