Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Ertu að útskrifast?

Háskólinn í Reykjavík brautskráir kandídata tvisvar sinnum á ári, í júní og í janúar/febrúar. Hér fyrir neðan má sjá ýmsar gagnlegar upplýsingar um brautskráningar sem haldnar eru í Hörpu og í Sólinni frá Háskólagrunni HR. 

ÚtskriftarBrautskráning í Hörpu

Brautskráningarathafnir eru haldnar í janúar/febrúar og júní hvert ár. Það er erfitt að segja til um hversu löng athöfnin verður en gera má ráð fyrir að hún taki tvo klukkutíma.

Skráning í útskrift

Nemendur skrá sig sjálfir í útskrift í Myschool þegar nær líður athöfn.

En ef ég er ekki skráð/ur?

Ef þú ert ekki skráð/ur í útskrift, vinsamlega hafðu samband við þína deild:

Hvenær á ég að mæta?

Útskriftarnemendur mæta um 2 tímum fyrir athöfn og fara í gegnum æfingu. Brautskráningarathöfnin hefst kl. 13:00. Praktískar upplýsingar eru sendar til útskriftarnemenda vikurnar fyrir útskrift. 

Athugið að nemendur fara ekki heim milli æfingar og athafnar. Allur hópurinn er myndaður strax eftir æfinguna svo nauðsynlegt er að mæta tilbúin/n. 

Með því að taka daginn snemma og mæta á æfinguna göngum við úr skugga um að allt gangi vel fyrir sig. Nemendur eru fegnir því eftir á að hafa farið í gegnum þetta einu sinni þegar þeir standa fyrir framan þéttsetinn Eldborgarsal í Hörpu.

Það er gott að borða vel um morguninn og koma jafnvel með nesti því ekki er mikill tími til að fara í mat áður en athöfnin byrjar. Einnig gæti orðið dálítið heitt á sviðinu, hafa ber það í huga þegar klæðnaður er valinn. 

Útskriftarkandídatar fá senda sætaskipan í salnum 1-2 dögum fyrir útskrift.

Aðstaða

Aðstaða kandídata er í sérstökum herbergjum í Hörpu en þar geta þeir geymt verðmæti. 

Myndataka

Tekin er hópmynd af hverri deild fyrir sig í Eldborg, fyrir athöfnina, og svo öllum hópnum.

Útsksrifatrnemendur sitja fyrir á hópmynd í Hörpu Frá hópmyndatökunni í júní í fyrra.

Hvað tekur athöfnin langan tíma?

Gert er ráð fyrir því að athöfnin taki um tvær klukkustundir.

Hvað má ég taka með mér marga gesti?

Miðað er við að hverjum útskriftarkandídat fylgi 2-3 gestir. Það þarf enga aðgöngumiða á útskriftina.

Ef ég get ekki mætt á athöfnina, hvernig nálgast ég útskriftargögnin mín?

Hægt verður að ná í útskriftarskírteinið í afgreiðslunni í Sólinni næstu daga eftir brautskráningu lýkur.

Láttu vita ef þú ætlar ekki að mæta

Ef nemandi sér fram á að mæta ekki á brautskráningu er mjög mikilvægt að láta vita. Þá er hægt að skipuleggja viðburðina betur og það eru ekki auðir stólar á sviðinu. Það er nóg að senda tölvupóst á: vidburdir@ru.is.

Ungar konur að útskrifast taka hópmynd í HörpuBrautskráning úr Háskólagrunni HR

Nemendur eru brautskráðir frá frumgreinadeild í Sólinni í HR. Dagsetning brautskráningar verður tilkynnt síðar, en athöfnin er yfirleitt haldin í júní.

Hvenær á ég að mæta?

Útskriftarkandídatar mæta í Sólina í myndatöku og svo er haldin æfing.

Athöfnin

Brautskráning hefst yfirleitt um kl. 17 í Sólinni og tekur um klukkustund. Útskriftarnemar mega að sjálfsögðu bjóða nánustu fjölskyldu að koma og vera viðstadda athöfnina. Gert er ráð fyrir 2-4 gestum á hvern útskriftarnema.

Það er mikilvægt að láta vita ef nemendur sjá sér ekki fært að mæta í athöfnina með því að senda tölvupóst á: vidburdir@ru.is.

Dagskrá

  • Setning
  • Ávarp eldri nemanda
  • Ávarp útskriftarnema
  • Tónlistaratriði
  • Brautskráning
  • Ávarp rektors

Brautskraning_frumgreinadeild


Var efnið hjálplegt? Nei