Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Ertu að útskrifast?

Háskólinn í Reykjavík brautskráir kandídata tvisvar sinnum á ári, í júní og í janúar/febrúar.

Brautskráning í febrúar 2018

Skráning

Þeir útskriftarkandídatar sem ætla ekki að mæta í athöfnina eru beðnir um að senda tölvupóst til:

vidburdir@ru.is

Staður og stund

Athöfnin verður haldin 10. febrúar í Silfurbergi í Hörpu kl. 13. Það er erfitt að segja til um hversu löng athöfnin verður en gera má ráð fyrir að hún taki einn og hálfan til tvo klukkutíma.

Mæting

Útskriftarnemendur eiga að mæta kl. 9:45 og generalprufa hefst klukkan 10:00. Brautskráningin sjálf hefst svo kl. 13:00.

Myndataka

Eftir generalprufuna er tekin mynd af útskriftarnemum hverrar deildar og eftir það er stutt hlé áður en athöfnin hefst.

Gestir

Hver útskriftarnemandi má taka með sér 2-3 gesti og við biðjum alla vinsamlega að mæta tímanlega.

Hópur af strákum sem er að útskrifast stillir sér upp fyrir myndatöku baksviðs í Hörpunni

Brautskráning í júní

Hér fyrir neðan má sjá ýmsar gagnlegar upplýsingar um brautskráninguna. Þessar upplýsingar verða uppfærðar eftir því sem nær dregur athöfninni.

Skráning í útskrift

Nemendur skrá sig sjálfir í útskrift í Myschool.

En ef ég er ekki skráð/ur?

Ef þú ert ekki skráð/ur í útskrift, vinsamlega hafðu samband við þína deild:

Láttu vita ef þú ætlar ekki að mæta

Ef nemandi sér fram á að mæta ekki á brautskráningu er mjög mikilvægt að láta vita. Þá er hægt að skipuleggja viðburðina betur og það eru ekki auðir stólar á sviðinu. Það er nóg að senda tölvupóst á: vidburdir@ru.is.

Brautskráning í Hörpu

Tilkynnt er um dagsetningu brautskráningar með góðum fyrirvara og hana er hægt að sjá í viðburðadagatali HR á vefnum. Árið 2018 verður hún haldin þann 16. júní.

Hvenær á ég að mæta?

Nemendur sem eru að útskrifast eiga að mæta í Hörpu um morguninn. Það er nauðsynlegt að mæta uppáklædd/ur fyrir útskrift því þá er myndataka og æfing og hópurinn fer ekkert heim á milli æfingar og sjálfrar athafnarinnar.

Með því að taka daginn snemma og mæta á æfinguna göngum við úr skugga um að allt gangi vel fyrir sig. Nemendur eru fegnir því eftir á að hafa farið í gegnum þetta einu sinni þegar þeir standa fyrir framan þétt setinn Eldborgarsal í Hörpu.

Það er gott að borða vel um morguninn og koma jafnvel með nesti því ekki verður mikill tími til að fara í mat áður en athöfnin byrjar. Einnig gæti orðið dálítið heitt á sviðinu.

Æfing

Mæting um morguninn í Eldborg. Sætin á sviðinu eru merkt með nöfnum og upplýsingar um staðsetningu verða frammi við innganginn í salinn. Þegar búið er að fara yfir útskrift einnar deildar fer hún yfir í Silfurberg í myndatöku. Í Silfurbergi er aðstaða fyrir útskriftarnemendur fram að athöfn.

Myndataka

Tekin er hópmynd af hverri deild fyrir sig í Silfurbergi og svo öllum hópnum.

Útsksrifatrnemendur sitja fyrir á hópmynd í Hörpu Frá hópmyndatökunni í júní í fyrra.

Hvað tekur athöfnin langan tíma?

Gert er ráð fyrir því að athöfnin taki tvær klukkustundir.

Sjá dagskrá athafnarinnar

Hægt verður að fylgjast með athöfninni á netinu hér:

https://livestream.com/ru/brautskraning2017

Hvað má ég taka með mér marga gesti?

Miðað er við að hverjum útskriftarkandídat fylgi 2-3 gestir. Það þarf enga aðgöngumiða á útskriftina.

Ef ég get ekki mætt á athöfnina, hvernig nálgast ég útskriftargögnin mín?

Hægt verður að ná í útskriftarskírteinið í afgreiðslunni í Sólinni næstu daga eftir brautskráningu lýkur.

Ungar konur að útskrifast taka hópmynd í HörpuBrautskráning frumgreinadeildar

Nemendur eru brautskráðir frá frumgreinadeild í Sólinni í HR. Dagsetning brautskráningar verður tilkynnt síðar, en athöfnin er yfirleitt haldin um miðjan júní.

Hvenær á ég að mæta?

Útskriftarkandídatar mæta í Sólina í myndatöku og svo er haldin æfing.

Athöfnin

Brautskráning hefst yfirleitt um kl. 17 í Sólinni og tekur um klukkustund. Útskriftarnemar mega að sjálfsögðu bjóða nánustu fjölskyldu að koma og vera viðstödd athöfnina. Gert er ráð fyrir 2-4 gestum á hvern útskriftarnema.

Það er mikilvægt að láta vita ef nemendur sjá sér ekki fært að mæta í athöfnina með því að senda tölvupóst á: vidburdir@ru.is.

Dagskrá

  • Setning
  • Ávarp eldri nemanda
  • Ávarp útskriftarnema
  • Tónlistaratriði
  • Brautskráning
  • Ávarp rektors

Brautskraning_frumgreinadeild


Var efnið hjálplegt? Nei