Fara á umsóknarvef

BÓK2A03

Lýsing

Bókhaldshringrásin og helstu reglur tvíhliða bókhaldskerfis. Opnun, færslur og lokun bókhalds eftir ekstrartímabilum. Uppsetning rekstrar- og efnahagsreikninga. Lagfæringar á bókhaldinu með tilliti til athugasemda. 

Námsmarkmið

Þekking

Nemandinn skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • bókhaldshringrásinni
  • hugtök í bókhaldi
  • sambandi höfuðbókar, dagbókar og efnahags.
  • virðisaukaskattsreikningum
  • launareikningum
  • viðskiptaskilmálum
  • afskriftum

Leikni

Nemandinn skal öðlast leikni í:

  • að vinna með bókhaldshringrásina. Þekki samband höfuðbókar dagbókar og rekstrar- og efnahagsreiknings.
  • að leggja virðisaukaskatt á og að reikna virðisaukaskatt af heildarupphæð.
  • að greina á milli innskatts og útskatts
  • að loka virðisaukaskattsreikningum í lok virðisaukaskattstímabils.
  • að gera einfaldar leiðréttingafærslur og loka færslum tímabila.
  • að reikna út og gera upp laun, þ.e. staðgreiðsluskatt, tryggingagjald og lífeyris- og félagsgjöld.
  • að bóka mismunandi viðskiptaskilmála
  • endurmeta reikninga og afskriftir.

Hæfni

Nemandinn skal geta hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér á eftirtöldum sviðum:

  • skilji bókhaldshringrásina og hvaða upplýsingar hún felur í sér um rekstur fyrirtækis.
  • átti sig á mismunandi eðli reikninga eins og gjalda, tekna, eigna og skulda.

Lesefni

  • Tvíhliða bókhald 1,34 útgefið ágúst 2015, eða nýrri útgáfa.

     Höf. Sigurjón Valdimarsson

         

Nánari upplýsingar: 
Gunnhildur Grétarsdóttir. 
Verkefnastjóri frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík. Sími 599 6447. 
mailto:frumgreinar@ru.is



Var efnið hjálplegt? Nei