DAN2A05
Lýsing
Megináhersla er lögð á að auka enn orðaforða. Textar eru ýmist vandlega
lesnir eða hraðlesnir. Nemendur eru þjálfaðir í að nota algeng orð og orðasambönd í
ræðu og riti. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og
skilmerkilega í samtölum og frásögnum.
Námsmarkmið
Þekking
Nemandinn skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
grundvallarþáttum málkerfisins,
- mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem tungumálið er talað sem móðurmál og þekkja samskiptavenjur
- formgerð og byggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
- notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega
- helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls s.s. greinamerkjasetningu
Leikni
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í:
- að skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og greinilega og skilja algengustu orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál
lestri margs konar gerða af textum og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er
- að taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir og hefur áhuga á
- að beita orðaforða á skýran hátt með því að beita málvenjum, framburði, áherslum og hljómfalli á sem réttastan hátt
- að skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota viðeigandi málfar
- að taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
- að skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota viðeigandi málfar
- að fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál
- að nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
Hæfni
Nemandinn skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér:
- fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt
- skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
- afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í náminu
- tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum og geta dregið ályktanir af því sem hann les
- tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
- lesa, sér til ánægju og þroska, skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá skoðun sína
- skrifa um atburði ímyndaða eða raunverulega
- skrifa samantekt byggða á tilteknu efni, s.s. kvikmynd eða blaðagrein
- skrifa um hugðarefni sín og áhugamál
Lesefni
Fanny Slotorub og Neel Jersild Moreira: Puls 3 frá Alfabeta
- Hrefna Arnald:, Danskur málfræðilykill