DAN 3A05
Lýsing
Megináhersla er lögð á orðaforða sem tengist viðskipta- og lögfræði. Notast verður við efni úr fjölmiðlum ásamt ýmsum verkefnum, og lögð áhersla á helstu færniþættina; lestur, hlustun, tal og ritun. Orðaforðinn treystur með útdráttum, ritgerðum og umræðum um viðkomandi efni. Enn frekari áhersla lögð á að nemendur skilji talað mál og þeir áfram þjálfaðir í að tala dönsku.
Námsmarkmið
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum:
Þekking
- þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins og gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
Þekkja helstu samskiptavenjur í því landi/þeim löndum þar sem danska er töluð
grundvallarþáttum málkerfisins,
formgerð og byggingu texta og þeim hefðum sem eiga við um talað mál t.d. mismunandi málsnið.
Leikni
- að
taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
- að
tjá sig skýrt um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
- að
skrifa margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum og
reglum um málbeitingu
- lesi sér til ánægju eða upplýsingar, texta sem gera miklar kröfur til lesendans hvað varðar orðaforða og uppbyggingu og geta
beitt þeim lestraraðferðum sem við eiga hverju sinni
- að
skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir
Hæfni
- nýta
sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni, sem hann hefur þekkingu á
- skilja
sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs eða tæknilegs eðlis
- geta lagt gagnrýnið mat á texta, hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýnan hátt
- geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum
Lesefni
Hrefna Arnald:, Danskur málfræðilykill
- Dönsk-dönsk orðabók (t.d. Politikens Retskrivnings- og betydnings ordbog)