Fara á umsóknarvef

EÐL 3A05

Námskeiðið er í boði fyrir nemendur í hefðbundnu frumgreinanámi.

Lýsing

Þetta er annar áfanginn sem nemendur taka í eðlisfræði. Nemendur halda áfram að læra um nýja þætti á sviði eðlisfræðinnar og fá þjálfun við að leysa ýmis verkefni. Efni áfangans er meðal annars þyngdarsvið og umferðarbrautir, eðlismassar, gormar, þrýstingur í vökvum, loftþrýstingur, lögmál Arkimedesar, rennsli vökva, varmaorka og varmaflæði, þan efna, fasabreytingar, rafhleðslur og rafkraftar, rafstraumar og spenna, eðlisviðnám, lögmál Ohms, raðtengd og hliðtengd viðnám, innra viðnám spennugjafa, raforka og afl rafstraums. Dæmin og verkefnin sem á að leysa eru flóknari en í fyrsta áfanganum. Nemendur fá þjálfun í þeim vinnuaðferðum sem notaðar eru til að leysa ýmis verkefni eðlisfræðinnar, t.d. að finna réttu jöfnurnar, umrita þær eða sameina, og finna síðan svör með útreikningum, sem oft eru í mörgum skrefum. Lögð er áhersla á að læra að vinna bæði sjálfstætt og í hópum.  

Námsmarkmið

Þekking

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum

 • Þyngdarlögmál Newtons, umferðarbrautir, umferðarhraða og umferðartíma.
 • Eiginleikar efna, eðlismassar, fjaðurkraftar gorma og orka gorma.
 • Þrýstingur í vökvum og lofttegundum, jafnþrýstilögmál Pascals, vökvalyftur, lögmál Arkimedesar, rennsli vökva eftir pípum.
 • Hitastig og hitakvarðar, varmaorka, varmaflæði og varmaleiðni, eðlisvarmi efna, þan efna við hitun, fasabreytingar efna.
 • Almenna gaslögmálið (kjörgas), ástandsbreytingar lofttegunda, meðalhraði gasatóma.
 • Rafhleðslur, rafkraftar, rafsvið, rafrásir, straumur og spenna, viðnám og eðlisviðnám, lögmál Ohms, reglur um raðtengd og hliðtengd viðnám, spennugjafar með íspennu og innra viðnámi, raforka og rafafl.

Leikni

 • Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum
 • Vinna með eðlisfræðistærðir, einingar og vigra samkvæmt viðurkenndum vísindalegum vinnubrögðum.
 • Beita lögmálum og jöfnum úr námsefninu við að leysa verkefni af ýmsu tagi, ásamt því að  læra að nota  viðeigandi upplýsingar á réttan hátt hverju sinni.
 • Framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum þeirra.
 • Setja fram í skýrslu eðlisfræðilegt umfjöllunarefni verklegra æfinga.

Hæfni

 • Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum
 • Nota þekkinguna og þjálfunina sem hann fær til að vinna sjálfstætt og beita réttum vinnubrögðum við lausn verkefna, án utanaðkomandi aðstoðar.
 • Setja fram aðferðir á skýran og skipulagðan hátt og nota gögn og tölur markvisst.
 • Meta hvort niðurstöður séu raunhæfar.
 • Yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum, t.d. öðrum raungreinum.
 • Læra að bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
 • Tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar.

 • Lesefni

 • College Physics by OpenStax 1 st Edition eftir Paul Peter Urone og Roger Hinrichs ISBN: 9871506698090

Fæst ókeypis sem rafbók á netinu: https://openstax.org/details/books/college-physics 


Var efnið hjálplegt? Nei