Fara á umsóknarvef

EÐL 3B04

Lýsing

Þetta er þriðji  áfanginn sem nemendur taka í eðlisfræði. Nemendur halda áfram að læra um nýja þætti á sviði eðlisfræðinnar og fá þjálfun við að leysa ýmis verkefni. Efni áfangans er meðal annars:  

  • Segulmagn og segulsvið, síseglar, rafseglar, segulsvið umhverfis leiðara, segulsvið flatspólu og langspólu, Helmholtz-spólur, samlagning segulsviða, segulsvið jarðar, uppruni segulsviða.
  • Segulkraftur á rafstraum, segulkraftur milli samsíða leiðara, kraftvægi á leiðaralykkju, hverfispólumælar, jafnstraumsmótor, kraftur á hlaðna ögn, kraftur á hleðslur í leiðurum, hringhreyfing hleðslu í segulsviði, massagreinir, hraðasía.
  • Spanspenna yfir leiðara, spanstraumur, Lögmál Lenz, rafalar, segulflæði, lögmál Faradays,  gagnkvæmt span, sjálfspan. 
  • Bylgjur og bylgjuhreyfingar, fjaðurkraftur, bylgjulengd, tíðni, hraði, útslag, samliðun, endurvarp, staðbylgjur, sveiflur. Heyrnarsvið mannseyrans, hljóðstyrkur, skynstyrkur.
  • Bylgjubognun, bylgjubrot, lögmál Huygens, samliðun hringbylgna, tilraunYoungs, raufagler, samliðun í þunnum himnum, rafsegulrófið.
  • Ljósgeislar, endurvarp, ljósbrot, brotstuðlar, lögmál Snells, alspeglun, ljósleiðarar, ljóstvístrun, regnboginn.
  • Dæmin og verkefnin sem á að leysa eru flóknari en í áfanganum á undan. Nemendur fá meiri þjálfun í þeim vinnuaðferðum sem notaðar eru til að leysa ýmis verkefni eðlisfræðinnar. Lögð er áhersla á að læra að vinna bæði sjálfstætt og í hópum. 

Námsmarkmið

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum:

Þekking

  • Segulsvið almennt, segulskaut, segulsviðslínur, segulsvið jarðar
  • Segulsvið sem myndast vegna rafstraums í beinum leiðurum, hringlaga lykkjum, flatspólum, Helmholtz spólum og langspólum
  • Samlagning segulsviða og vektoreiginleikar þeirra
  • Uppruni og eðli segulsviða
  • Segulkraftar á leiðara í segulsviði og segulkraftar milli samsíða leiðara, hverfispólumælar
  • Segulkraftar á hlaðna ögn í segulsviði, massagreinir
  • Spanspenna í leiðara á hreyfingu í segulsviði
  • Spanstraumur og lögmál Lenz
  • Rafalar og spanspenna í rafmótor
  • Segulflæði, lögmál Faradays, spanstuðlar
  • Bylgjulengd, útslag, tíðni og hraði
  • Bylgjusamliðun, endurvarp, staðbylgjur
  • Hljóðbylgjur, hljóðstyrkur, skynstyrkur
  • Bylgjubognun, bylgjubrot, lögmál Huygens, hringbylgjur
  • Tilraun Youngs, raufaglersjafnan, samliðun í þunnum himnum
  • Rafsegulrófið
  • Ljósbrot, brotstuðlar, lögmál Snells, alspeglun, ljósleiðarar

Leikni

  • Beita lögmálum og jöfnum úr námsefninu við að leysa verkefni af ýmsu tagi, ásamt því að  læra að nota  viðeigandi upplýsingar á réttan hátt hverju sinni.
  • Þjálfast í að brjóta dæmi og verkefni niður í lítil afmörkuð skref, sem síðan eru afgreidd eitt í einu í rökréttri röð.
  • Framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum þeirra.
  • Setja fram í skýrslu eðlisfræðilegt umfjöllunarefni verklegra æfinga.

Hæfni

  • Nota þekkinguna og þjálfunina sem hann fær til að vinna sjálfstætt og beita réttum vinnubrögðum við lausn verkefna, án utanaðkomandi aðstoðar.
  • Setja fram aðferðir á skýran og skipulagðan hátt og nota gögn og tölur markvisst.
  • Meta hvort niðurstöður séu raunhæfar.
  • Yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum, t.d. öðrum raungreinum.
  • Læra að bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
  • Tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar.

Lesefni

  • College Physics by OpenStax 1st Edition eftir Paul Peter Urone og Roger Hinrichs.

ISBN: 9781506698090
Fæst ókeypis sem rafbók á netinu: https://openstax.org/details/books/college-physics


Var efnið hjálplegt? Nei