Fara á umsóknarvef

EFN 2A05

Námskeiðið er í boði fyrir nemendur í hefðbundnu frumgreinanámi.

Lýsing

Grunnþekking í efnafræði. Farið í stærðir, mælingar, einingar og marktæka stafi í útreikningum. Farið yfir hvað eru hrein efni, efnablöndur og eiginleikar efna. Uppbygging atóma kennd, rafeindaskipan þeirra ásamt uppbyggingu jóna og sameinda. Farið yfir tákn frumefna og hvernig þau raðast  í lotukerfið.  Efnatengi skoðuð og kenndur munurinn á jónatengjum og samgildum tengjum í efnaformúlum. Farið í nafnakerfi ólífrænna  efnasambanda og  yfir algengustu tegundir efnahvarfa og hvernig efnajöfnur eru settar upp og stilltar eftir hlutföllum. Farið í orku efnahvarfa, grundvallaratriði mólreikninga og útreikninga á mólstyrk ásamt þynningu lausna. Farið í gasjöfnuna  og eiginleika loftegunda. Áhersla er lögð á dæmareikning og tengingu allra þessara þátta. Nokkrar verklegar æfingar sem tengjast efninu eru framkvæmdar þannig lögð áhersla á verklega þáttinn ásamt skýrslugerð.

Námsmarkmið

Þekking

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum

Stærðir, einingar og marktækir stafir:

  • þekkja stærðir, einingar og réttan fjölda marktækra stafa í útreikningum

Eiginleikar efna:

  • þekkja hrein efni, efnablöndur, efnaeiginleika og eðliseiginleika

Atóm, jónir og sameindir:

  • skilja uppbyggingu atóma, kjarna þeirra og rafeindaskipan
  • skilja uppbyggingu jóna, sameinda og rafeindaskipan þeirra

Lotukerfið:

  • skilja hvernig frumefni raðast í lotukerfið

Efnatengi og efnajöfnur:

  • þekkja jónatengi og samgild tengi
  • þekkja algengar tegundir efnahvarfa
  • skilja framsetningu efnajafna og stillingu þeirra eftir hlutföllum

Mólútreikningar, mólstyrkur og þynning lausna:

  • skilja mólútreikninga, útreikninga á mólstyrk og þynningu lausna

Orka í efnahvörfum:

  • skilja muninn á inn- og útvermum efnahvörfum

Gasjafnan og eiginleikar lofttegunda:

  • þekkja mælieiningar fyrir þrýsting, rúmmál, hitastig
  • þekkja tengsl  og notkun mælieininga
  • þekkja gasjöfnuna og notkun hennar

Leikni

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum

Stærðir, einingar og marktækir stafir:

  • nota stærðir, breyta einingum og nota réttan fjölda af marktækum stöfum í öllum útreikningum

Eiginleikar efna:

  • greina efnaeiginleika og kunna að greina á milli hreinna efna og efnablandna.

Atóm, jónir og sameindir:

  • finna fjölda öreinda í atómi út frá upplýsingum í lotukerfi og massatölu.
  • þekkja jónir og sameindir

Lotukerfið og jónatafla:

  • nota lotukerfið og jónatöflu

Efnajöfnur:

  • setja upp efnajöfnur og stilla þær eftir hlutföllum
  • greina algengustu tegundir efnahvarfa

Mólútreikningar, mólstyrkur og þynning lausna:

  • reikna mólmassa efnasambanda og umreikna massa í mól
  • reikna mólstyrk lausna

Orka í efnahvörfum:

  • skilja muninn á inn- og útvermum efnahvörfum

Gasjafnan og eiginleikar lofttegunda: 

  • nota réttar mælieiningar í útreikningum fyrir lofttegundir
  • nota gasjöfnuna , líka í stilltum efnahvörfum

Verklegar æfingar:

  • framkvæma verklegar æfingar og setja niðurstöður fram á skýrsluformi

Hæfni

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum

  • átta sig á grundvallaratriðum í efnafræði
  • átta sig á hvaða aðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði
  • lesa efnatákn og setja fram efnajöfnur
  • nota og sækja upplýsingar í töflur
  • tengja efnafræðina við umhverfi okkar og daglegt líf og skilja mikilvægi hennar í náttúruvísindum

Lesefni

  • Brown, Lemay, Bursten, Murphy. Chemistry, The Central Science (13. Útgáfa eða nýjasta útgáfan).


Nánari upplýsingar: 
Gunnhildur Grétarsdóttir. 
Verkefnastjóri frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík. Sími 599 6447. 
mailto:frumgreinar@ru.is

 


Var efnið hjálplegt? Nei