EFN 3A04
Lýsing
Farið í jafnvægi efnahvarfa, jafnvægisfasta og lögmál Le Chatelier. Farið í eiginleika sýru- og basalausna, pH hugtakið, muninn á römmum og daufum sýrum/bösum ásamt útreikningum á sýrustigi og notkun sýru- og basafasta. Farið í títrun, saltmyndanir og bufferlausnir skilgreindar. Farið í rafefnafræði, oxun og afoxun, spennuröð málma, galvaníhlöð og rafgreiningu. Að lokum verður farið lauslega yfir undirstöðuatriði í lífrænni efnafræði, helstu flokka og virka hópa í lífrænum efnum og nafnakerfi lífrænna efnasambanda. Nokkrar verklegar æfingar sem tengjast efninu eru framkvæmdar þannig lögð áhersla á verklega þáttinn ásamt skýrslugerð.
Námsmarkmið
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum:
Þekking
Jafnvægi í efnahvörfum:
- skilja jafnvægi í einsleitum og misleitum
efnahvörfum
- þekkja notkun jafnvægisfasta í útreikningum
- þekkja reglu
Le Chatelier
Sýrur og basar:
- þekkja samhangandi sýru-/basapör
- skilja útreikninga á sýrustigi
- þekkja títrun
- þekkja bufferlausnir
Rafefnfræði:
- skilja oxun, afoxun og oxunartölur
- þekkja spennuröðina
- skilja muninn á galvanihlöðum og rafgreiningu
Lífræn efnafræði:
- þekkja undirstöðuatriði í lífrænni efnafræði
- þekkja nafnakerfi (IUPAC) í lífrænni efnafræði
- þekkja flokka, virka hópa og algeng efnahvörf
Leikni
Jafnvægi í efnahvörfum:
- greina einsleit og misleit efnahvörf og setja
upp jöfnur fyrir jafnvægisfasta
- nota jafnvægisfasta í útreikningum
- nota reglu Le Chatelier
Sýrur og basar:
- finna samhangandi sýru-/basapör í efnahvörfum
- nota pH hugtakið og reikna sýrustig hjá römmum
sýrum/bösum
- finna jafnvægi daufra sýra og reikna pH gildi
með notkun sýrufasta
- nota títrun og kunna útreikninga sem tengjast
títrun
- finna sýrustig saltlausna
- greina bufferlausnir og reikna pH gildi þeirra
Rafefnfræði:
- vinna með oxun og afoxun, kunna að finna
oxunartölur
- geta stillt
oxunar-/afoxunarhvörf í súrum og basískum lausnum
- nota spennuröðina
- setja upp jöfnur fyrir einföld galvaníhlöð
- setja fram jöfnur fyrir rafgreiningu
Lífræn efnafræði:
- þekkja lífræn efnasambönd
- nota nafnakerfi (IUPAC) í lífrænni efnafræði
- kunna flokka, virka hópa og algeng efnahvörf
Verklegar æfingar:
- framkvæma verklegar æfingar og setja niðurstöður fram á skýrsluformi
Hæfni
- átta sig á hvaða aðferðir eiga við hverju sinni við
útreikninga í efnafræði
- sýna sjálfstæð vinnubrögð
- nota og sækja upplýsingar í töflur
- tengja efnafræðina við umhverfi okkar og daglegt
líf og skilja mikilvægi hennar í náttúruvísindum
- geta stundað áframhaldandi nám í efnafræði
Lesefni
- Essentials
of Chemistry: The Central Science - 2019 Update, 12. útgáfa, Customised
Icelandic Edition, Volume One. Brown/Timeberlake og fleiri. (eða nýrri).