Fara á umsóknarvef

ENS 3B05

Námskeiðið er í boði fyrir nemendur í hefðbundnu frumgreinanámi.

Lýsing

Áhersla lögð færni í lesskilningi og orðaforða í tækni- og upplýsingatextum, t.d. fræðitextum og tímaritsgreinum. Unnið með orðstofna (aðallega úr latínu) og ýmis verkefni unnin í tengslum við textalestur og nýjan orðaforða ásamt ritun. Ennfremur er lögð áhersla á að nemendur geti gert munnlega grein fyrir ýmsum viðfangsefnum, t.d. út frá lesnum textum og notað fjölbreyttan og hnitmiðaðan orðaforða í því samhengi. Mikilvægt er að nemendur leitist við að tjá sig á ensku með vönduðu orðfæri, bæði skriflega og munnlega. Þá er ein skáldsaga lesin rækilega og rædd ítarlega.

Námsmarkmið

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum

 • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi.
 • orðsifjafræði enskrar tungu, sér í lagi út frá tengslum ensku við latínu.
 • einu góðu skáldverki í tengslum við sögulegt og félagslegt samhengi þeirrar menningar sem sagan á rætur í.

Leikni

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum

 • að skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir.
 • lestri, sér til ánægju eða upplýsingar, á textum sem gerir miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð.
 • að skilja erindi og fréttir um allt sérhæfð efni t.d. er varða tækni og vísindi.
 • að geta tjáð sig af öryggi og með fjölbreyttum orðaforða um margvísleg málefni, bæði fagtengd og persónuleg.
 • að geta flutt erindi um undirbúið efni, fagtengdu eða almenns eðlis.
 • að beita ritmálinu í formlegu samhengi.

Hæfni

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum

 • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á.
 • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs eða tæknilegs eðlis.
 • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, s.s. í bókmenntaverkum og öðrum textum.
 • beita málinu án meiri háttar vandkvæða til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg 
 • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum.
 • beita rithefðum sem viði eiga í textasmíð, m.a. um inngang t.d. með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og 
 • skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem að hluta er unnin úr heimildum og tekur mið af því hver lesandinn er.
 • skrifa texta með röksemdafærslu, þar sem fram koma rök með og á móti og þau vegin og metin.
Var efnið hjálplegt? Nei