EXC 2A02
Lýsing
Töflureiknirinn Excel: Verkefnabækur og reiknitöflur, innbyggð föll, myndrit, töflur, makróar, notkun á Excel við lausn á jöfnum.
Námsmarkmið
Þekking
Nemandinn skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- helstu grunnatriðum í notkun töflureikna.
Leikni
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- sníða („formatta“) tölur og texta
- setja inn ramma og skyggingar
- setja inn formúlur með afstæðri tilvísun eða fastri tilvísun
- nefna reiti og töflur
- raða töflum t.d. í stafrófsröð eða talnaröð – yfirröð og undirröð
- búa til kökurit, línurit, stöplarit og fleira
- búa til línurit út frá gefnu falli
- finna „trendline“ og R2 „value“
- nota „solver“ til að finna núllstöðvar, staðbundin hágildi og lággildi.
- geta notað algeng föll í töflureiknum svo sem: sum, average, min, max, if, vlookup, count, countif, sumif, averageif og today.
Hæfni
Nemandinn á að geta:
- leyst verkefni tengd daglegu lífi með því að nota töflureikni.
Lesefni
Kennslubók í Excel 2019.
Höf: Hallur Örn Jónsson, Ólafur Njáll Ingólfsson.
Nánari upplýsingar:
Gunnhildur Grétarsdóttir.
Verkefnastjóri frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík. Sími 599 6447.
mailto:frumgreinar@ru.is