Fara á umsóknarvef

FOR3A03

Námskeiðið er í boði fyrir nemendur í hefðbundnu frumgreinanámi.

Lýsing

Á námskeiðinu verður farið í undirstöðuatriði í forritun í Python. Breytur og virkjar, inntak, stýriskipanir og forritsflæði, lykkjur, strengir, föll. listar og aðrar gagnagrindur.

Námsmarkmið

Í lok þessa forritunarnámskeiðs á nemandi að uppfylla þessi skilyrði: 

Þekking

Nemandinn geti:

  • skýrt hvað eru breytur og tög breyta.
  • lýst hvernig if setningar og lykkjur eru notaðar til að skilgreina flæði í forriti.
  • lýst kostum þess að brjóta forrit niður í föll.  
  • skilið muninn á yfirlýsingu (skilum) og útfærslu falla. 

Leikni

Nemandinn geti:

  • notað samþætt þróunarumhverfi (IDE) til að þróa og þýða forrit. 
  • útfært, prófað, aflúsað, breytt og útskýrt einföld forrit sem nota eftirfarandi grunneiningar í forritun: breytur, tög, segðir og gildisveitingar, einfalt inntak/úttak, skilyrðissetningar, endurtekningar, listar og föll. 
  • valið viðeigandi skilyrðissetningar og endurtekningar fyrir tiltekið verkefni

Hæfni

Nemandinn geti:

  • hannað og þróað forrit einfalt fyrir vandamál sem lýst er á almennan hátt. 

Lesefni

         The practice of computing using Python þriðja útgáfa, William Punch, Richard EnbodyVar efnið hjálplegt? Nei