NAT 2A10

Lýsing

Náttúruvísindi er leið mannsins til að hugsa um og skilja umhverfi sitt. Í áfanganum er farið í þá þætti eðlis- og efnafræði sem tengjast daglegu lífi nemandans og hugtök á bak við þá skýrð með einföldum hætti. 

Námsmarkmið

Þekking

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum

 • að náttúruvísindi er leið mannsins til að hugsa um og skilja umhverfi sitt
 • SI-kerfinu og SI-einingum stærða sem unnið er með
 • tengslum eðlis- og efnafræðinnar við orku- og efnaiðnað
 • orkubúskap Íslendinga, nýtingu náttúruauðlinda við orkuöflun, flutning orkunnar og umhverfismál
 • uppbyggingu atóma,  jóna  og sameinda
 • hvernig frumefni raðast í lotukerfið
 • grunnútreikningum sem tengjast eðlis- og efnafræði

 

Leikni

Nemandinn geti unnið af öryggi og sjálfstæði, beitt röksemdafærslu og geti í samhengi:

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum  

 • beita hugtökum á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
 •  fara með tölur, einingar og einfaldar jöfnur úr námsefninu við að leysa verkefni
 • afla sér upplýsinga um viðfangsefni náttúruvísinda og tengja þær umhverfi sínu
 •  fjalla um umhverfismál á upplýstan og vel rökstuddan hátt

Hæfni

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum

 • tengja undirstöðuþætti eðlis- og efnafræðinnar við umhverfi sitt og daglegt líf
 • lesa í umhverfi sitt og draga ályktanir um þau fræðileg ferli sem þar ráða ríkjum
 • taka ábyrga og upplýsta afstöðu í umhverfismálum og nýtingu náttúruauðlinda

 Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei