STÆ 2A05
Námskeiðið er í boði fyrir nemendur í Háskólagrunnir HR og í viðbótarnámi við stúdentspróf.
Lýsing
Námskeiðið hefst á umfjöllun um hin mismunandi talnasöfn, brot, jákvæðar og neikvæðar tölur, almennar reikniaðgerðir, veldi og rætur. Þungamiðja námskeiðsins er svo algebra þar sem farið verður í margliður, liðun, þáttun og algebrubrot. Þá eru línulegar jöfnur og ójöfnur teknar fyrir, algildisjöfnur og algildisójöfnur. Tvinntölur eru kynntar til sögunnar. Farið verður í mismunandi aðferðir við að leysa annars stigs jöfnur, eins og með þáttun, með því að fylla í ferninginn og lausnarformúlu. Að lokum verður unnið með hnitakerfið, fjarlægðarformúlu, miðpunktsformúlu og jöfnu beinnar línu.
Námsmarkmið
Þekking
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum
Talnareikningur
- talnasöfn,
- brotareikningur
- jákvæðar, neikvæðar tölur
- reikniaðgerðir
- veldi og rætur
- algildi
- tvinntölur
Algebra
- margliður, liðun, þáttun
- algebrubrot
- línulegar jöfnur og ójöfnur
- algildisjöfnur og algildisójöfnur
- annars stigs jöfnur
- fjarlægðarformúla
- miðpunktsformúla
- jafna beinnar línu
Leikni
Nemandinn geti unnið af öryggi og sjálfstæði, beitt röksemdafærslu og geti í samhengi:
Talnareikningur
- þekkt mismunandi talnasöfn og greint á milli þeirra
- beitt almennum reikniaðgerðum á neikvæðar, jákvæðar tölur og almenn brot
- reiknað með veldisvísum og notað þær reglur sem um þá gilda
- einfaldað og unnið með rætur
- beitt algildishugtakinu
- notað tvinntölur í einföldum útreikningum
Algebra
- liðað og þáttað margliður
- einfaldað algebrubrot
- leyst línulegar jöfnur og ójöfnur
- leyst algildisjöfnur og algildisójöfnur
- leyst annars stigs jöfnur, með þáttun, með því að fylla í ferninginn og með því að nota lausnarformúlu
Hnitakerfið
- teiknað punkta í hnitakerfi
- reiknað fjarlægð milli punkta
- reiknað miðpunkt striks í hnitakerfi
- teiknað beina línu í hnitakerfi með því að gera gildistöflu
- beitt formúlum um hallatölu og skurðpunkta til að teikna og túlka beina línu
- áttað sig á tengslum hallatölu við samsíða og hornréttar línur
Hæfni
Nemandinn skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér á eftirtöldum sviðum.
Miðlunar í mæltu og rituðu máli:
- hlustað, sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi
- geti notað hugtök og tákn stærðfræðinnar til að miðla til annarra
- sett röksemdafærslu fram á skipulegan hátt, þannig að það styðji og útskýri úrlausnir.
Stærðfræðilegrar hugsunar:
- átta sig á hvernig hægt er að beita mismunandi aðferðum á sama viðfangsefni.
- átta sig á tenglsum stærðfræðilegra hugtaka, og hvernig formleg stærðfræði tengist myndrænni framsetningu.
Lausna, þrauta og verkefna:
- beitt skipulegum aðferðum við lausnir þrauta út frá kunnuglegu samhengi og útskýrt aðferðir sínar.
- beitt gagnrýnni og skapandi hugsun og sýnt sjálfstraust, frumkvæði, og innsæi við að leysa verkefni.
Lesefni
Barnett Ziegler Byleen Sobecki: Precalulus. 7. útgáfa.