STÆ 3B05
Námskeiðið er í boði fyrir nemendur í hefðbundnu frumgreinanámi.
- Umsækjendur þurfa að hafa lokið 20 FEIN í stærðfræði.
- Undanfari er STÆ3A07 eða sambærilegur áfangi í eldra kerfi.
Lýsing
Í þessum áfanga er unnið áfram í rúmfræði, hornafræði vektora í tvívídd og þrívídd, pólhnit og skipti milli pólhnita og kartesískra hnita og ferla og ólíkar jöfnur þeirra og notagildi skoðað. Fjallað um tvinntölur á rétthyrndu formi og pólformi og myndræna framsetningu ásamt veldum og rótum þeirra. Helstu eiginleikar og staðalform keilusniða, fleygboga, sporbauga og breiðboga og tengsl við ýmis tæknileg líkön. Einnig farið í mikilvægi stikunar fyrir flókna ferla.
Námsmarkmið
Þekking
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum
Hnitarúmfræði:
- vektorar í tvívídd og þrívídd
- helstu reikniaðgerðir vektora og notkun þeirra,
- samband kartesískra hnita og pólhnita.
Keilusnið:
- skilgreining keilusniða og sameiginlegir eiginleikar þeirra
- staðalform keilusniða
- stikun keilusniða og tengsl við kartesískt form þeirra
- meðhöndlun keilusniða í plani.
Tvinntölur:
- skilgreining og reiknireglur
- myndræn framsetning
- veldi og rætur tvinntalna
- umritum kartesískra hnita í pólform og öfugt.
Leikni
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum
Hnitarúmfræði:
- kunni að nota helstu reiknireglur um vektora í þrívíðu rúmi,
- geti beitt nokkrum grundvallarskilgreiningum og helstu reiknireglum pólhnita og kartesískra hnita
- geti sett fram punkta og ferla á myndrænu formi í ólíkum hnitakerfum..
Keilusnið:
- geti beitt helstu reiknireglum keilusniða við mismunandi flutning þeirra í plani
- geti leitt út staðalform keilusniða út frá yrtum upplýsingum
- kunni meðhöndlun keilusniða í plani.
Tvinntölur:
- geti beitt nokkrum grundvallarskilgreiningum og helstu reiknireglum tvinntalna
- geti sett fram tvinntölur á myndrænu formi, m.a. rætur og veldi tvinntalna.
Hæfni
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum
Hnitarúmfræðl:
- geri sér grein fyrir hversu mikilvægir og öflugir vektorar, eiginleikar þeirra og reiknireglur eru í hnitarúmfræði
- geti fylgt sönnunum á nokkrum grundvallarreglum hnitarúmfræði
- átti sig á mikilvægi og nauðsyn ólíkra hnitakerfa
- geri sér grein fyrir hvernig ólík verkefni kalla á ólík hnitakerfi.
Keilusnið:
- átti sig á sambandi stikunar keilusniðshluta og heildarferils þeirra
- ráði við yrt verkefni um keilusnið á sviði hagnýttrar stærðfræði, t.d. eðlisfræði og tæknifræði.
Tvinntölur:
- átti sig á mikilvægi og nauðsyn tvinntalna við tiltekna reikninga og tengsl þeirra við rauntölur
- hafi spreytt sig á notkun tvinntalna á sviðum utan stærðfræðinnar.
Lesefni
Lesefni: Precalculus eftir Barnett o.fl. 7. útgáfa, kaflar 6. , 7. og 8.1- 8.2.
Nánari upplýsingar:
Gunnhildur Grétarsdóttir.
Verkefnastjóri frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík. Sími 599 6447.
Netfang: frumgreinar@ru.is