STÆ 4B04
Lýsing
Í þessum áfanga er fjallað um runur og raðir og þrepasönnun.
- Runur. Óendanlegar runur, skilgreiningar og lýsingar
og helstu gerðir og eiginleikar þeirra.
Markgildi. Samleitnar og ósamleitnar runur og helstu aðferðir til að greina þar
á milli.
- Raðir. Óendanlegar raðir. Hlutasumma óendanlegra raða og
samleitnipróf raða, heildunar-, hlutfalls- og rótarpróf. Alsamleitni og skilyrt
samleitni. Helstu gerðir raða, kvótaröð, kíkisröð og umhverfuröð. Veldaröð.
Taylor röð, Maclaurin röð og Fourier röð. Nokkrar setningar um raðir.
- Þrepasönnun. Sannanir í stærðfræði. Kostir og gallar og
takmarkanir ólíkra aðferða við sönnun. Helstu notkunarsvið þrepasönnunar og
mikilvægustu skref hennar.
Námsmarkmið
Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á eftirfarandi sviðum:
Þekking
Runur:
- óendanlegar runur
- skilgreiningar og lýsingar runa
- helstu gerðir og eiginleikar runa.
Raðir:
- skilgreining raða og sameiginlegir eiginleikar
þeirra
- hlutasumma og samleitnipróf
- heildunar- hlutfalls- og rótarpróf
- alsamleitni og skilyrt samleitni.
Þrepasönnun:
- mikilvægi sannana í stærðfræði
- nokkrar gerðir sannana í stærðfræði
- þrepasönnun og sérstaða hennar.
Leikni
Runur:
- reikningur á algengustu runum
- Þekki mun á samleitnum og ósamleitnum runum og helstu aðferðir til
að greina þar á milli.
Raðir:
- geti unnið með helstu gerðir raða
- kvótaröð, umhverfuröð og veldaröð
- nokkrar sértækar raðir, s.s. Taylor röð og Fourier röð.
Þrepasönnun:
- þekki nokkrar helstu gerðir sannana í
stærðfræði, þ. á m. mótdæmi, mótskilyrðingu og þrepasönnun
Hæfni
Runur og raðir:
- geri sér grein fyrir sambandi runa og raða og
hvar þær koma fyrir í öðrum greinum, s.s. eðlisfræði
- geti sannað nokkrar setningar um runur og
raðir
Þrepasönnun:
- átti sig á hlutverki sönnunar í stærðfræði og
hvar hver aðferð á við
- Þekki kosti og takmarkanir þrepasönnunar
- hafi spreytt sig á nokkrum kunnustu sviðum þar
sem þrepasönnun á við.