Fara á umsóknarvef

TÖL2A05

Lýsing

Tölfræði: Mengi, rökfræði, talningafræði, líkindareikningur, strjálar breytur og samfelldar, lýsandi tölfræði, staðalfrávik, fylgni, ályktunartölfræði og normaldreifing.

Námsmarkmið

Þekking

Nemandinn skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • Helstu hugtökum í líkindareikningi og tölfræði, til dæmis: mengi, rökfræði, talningar og fléttur, líkindareikningur, tíðnidreifingar og fylgni.

Leikni

Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

  •  Nota táknmál mengjafræði og rökfræði við lausn verkefna. Beita aðferðum talningafræðinnar til að reikna út á hversu marga mögulega vegu tilraun getur farið. Reikna út líkur á atburðum þegar um ítölsk (laplace) líkindarúm er að ræða og einnig að finna skilyrt líkindi. Skilja hugtökin breytu og líkindadreifingu. Nemandi skal kunna að gera tíðnitöflur og reikna staðalfrávik og auk þess að skilja hugtökin fylgni, z-stig og normaldreifingu.

Hæfni

Nemandinn á að geta:

  • Beitt tölfræði þekkingu sinni til að lýsa tölfræðigögnum og einnig til að nota þau til að draga ályktanir.

Lesefni

  • Tölfræði, Höfundur: Jón Þorvarðarson

     

Nánari upplýsingar: 
Gunnhildur Grétarsdóttir. 
Verkefnastjóri frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík. Sími 599 6447. 
mailto:frumgreinar@ru.is




Var efnið hjálplegt? Nei