Fara á umsóknarvef

Þjóðhagfræði

Lýsing

Á námskeiðinu verður farið i grundvallarhugtök hagfræðinnar. Fjallað verður um hvernig þjóðfélög taka ákvarðanir þegar verið er að skipta takmörkuðum gæðum. Hugtök eins og skorturinn, framleiðsluþættirnir, valið, fórnarkostnaðurinn og framleiðni eru kynnt og skoðað hvað liggur þar á bak við.

Verðmyndun á markaði er skoðuð og hvernig eftirspurn og verð tengjast og mynda eftirspurnarlínu. Teygni kynnt. Framboð, framboðslínan og flutningur hennar skoðuð. Einnig er skoðað hvaða áhrif opinber afskipti geta haft á verðmyndun.

Hagkerfið og efnahagshringrásin. Hvað er hlutverk hins opinbera og banka í efnahagshringrásinni. Hlutverk peningakerfisins. Milliríkjaviðskipti. Mismunandi tegundir hagkerfa skoðaðir lítillega. Þjóðhagsreikningar kynntir. 

Námsmarkmið

Hæfni

Að við lok námskeiðsins hafi nemendur þekkingu á grunnhugtökum hagfræðinnar og skilji hvaða öfl keyra efnahagskerfið áfram. Skilji samspil milli hinna ýmsu þátta í efnahagshringrásinni.

Geti sett hagfræðiupplýsingar fram með línuritum og reiknað stærðfræðilegar upplýsingar.

Geti lesið upplýsingar úr línuritum um hagfræðileg úrlausnarefni.

Skilji stærðfræðilega framsetningu upplýsinga.

Leikni

Hafi náð tökum á að leysa hagnýt verkefni í þjóðhagfræði.

Hafi öðlast getu til að nýta þjóðhagfræði við greiningu upplýsinga

Hafi náð tökum á því að setja upplýsingar fram með línuritum

Lesefni

Þjóðhagfræði. Höf: Sigurjón Valdimarsson

Nánari upplýsingar: 
Gunnhildur Grétarsdóttir. 
Verkefnastjóri frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík. Sími 599 6447. 
mailto:frumgreinar@ru.is

 


Var efnið hjálplegt? Nei