Viðbótarnám við stúdentspróf
Í stærðfræði og raungreinum
Um námið
Einstaklingsmiðuð námsáætlun
Námið er fyrir þá sem útskrifast hafa með stúdentspróf en vantar einingar í stærðfræði og/eða raungreinum til að uppfylla inntökuskilyrði í ákveðnar deildir innan HR. Gerð er námsáætlun þar sem valdir eru áfangar úr staðarnámi frumgreinadeildar miðað við bakgrunn hvers og eins nemanda. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband og hægt er að senda námsferla til skoðunar til að sjá hvað umsækjanda vantar.
Umsókn
Opið fyrir umsóknir fyrir haustönn 2022 er 5. febrúar - 15. júní. Sótt er um á umsóknarvef Háskólans í Reykjavík. Í umsókn þarf að taka fram hvaða háskólanám stefnt er í.
Námið hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 6. janúar 2022.
Þetta er nauðsynlegt að gera því áfangar fyrir hvern og einn nemanda eru valdir út frá því hvaða undirbúning vantar upp á fyrir þá tilteknu braut.
Skólagjöld
Nemendur greiða eitt gjald, óháð því hversu margir áfangar eru teknir. Skólagjöld fyrir nám við frumgreinadeild eru 146.000 kr. fyrir önnina.
Innritun
Tekið er inn í námið um áramót og á haustönn. Röðun í áfanga tekur ávallt mið af fyrra námi.
Upplýsingar um námskeið
Sjá upplýsingar um námskeið í hverjum háskólagrunni fyrir sig undir Skipulag náms.
Viðbótarnám á Austurlandi
Á Austurlandi geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi skráð sig í viðbótarnám við stúdentspróf. Viðbótarnámið hentar þeim sem þurfa að bæta við sig einingum í stærðfræði og raungreinum. Nemendur fá einstaklingsmiðaða námsáætlun. Oftast tekur einn vetur (haustönn og vorönn) að ljúka náminu. Tekið er inn í námið tvisvar á ári, um áramót og á haustin.
Vefynningarfundur
Skipulag náms
Lengd háð fyrra námi
Lengd og samsetning námsins er háð fyrra námi og miðað við það háskólanám sem stefnt er að. Þannig er gerð einstaklingsmiðuð námsáætlun fyrir hvern og einn nemanda. Oftast tekur einn vetur (haustönn og vorönn) að ljúka náminu því ákveðnir áfangar eru kenndir á haustönn sem margir viðbótarstúdentar þurfa að taka.
Tímar samkvæmt stundaskrá
Nemendur sækja tíma samkvæmt stundaskrá með nemendum í Háskólagrunni HR. Kennsla hefst yfirleitt kl 8:30 en lýkur á mismunandi tímum.
Tækni- og verkfræðigrunnur
Fyrir nemendur sem stefna í tæknifræði, verkfræði, hugbúnaðarverkfræði og tölvunarstærðfræði. Lota 4 er breytileg eftir því hvaða nám á í hlut.
1. lota | 2. lota | 3. lota | 4. lota |
STÆ2A05 | STÆ3A07 | STÆ3B05 | STÆ4B04 |
STÆ2B05 | STÆ4A10 | ||
EXC2A02 | EÐL3A05 | ||
EÐL2A05 | EFN3A04 / EÐL3B04 |
||
EFN2A05 |
Tölvunarfræðigrunnur
Fyrir nemendur sem stefna í tölvunarfræði.
1. lota | 2. lota | 3. lota | 4. lota |
STÆ2A05 | STÆ3A07 | STÆ3C05 | STR3A04 |
FOR3AO5 | STÆ2B05 | ||
EXC2A02 | FOR3B05 | ||
TÖL2A05 | FOR3C02 |
Viðskiptafræðigrunnur
Fyrir nemendur sem stefna í viðskiptafræði, sálfræði og íþróttafræði.
1. lota | 2. lota | 3. lota | 4. lota |
STÆ2A05 | STÆ3A07 | STÆ3C05 | FOR3A04 |
EXC2A02 | REI3A05 | ||
BÓK2A03 | ÞJÓ2B02 | ||
TÖL2A05 | |||
ÞJÓ3A02 |
Lögfræðigrunnur
Fyrir nemendur sem stefna í lögfræði.
1. lota | 2. lota | 3. lota | 4. lota |
STÆ2A05 | STÆ3A07 | STÆ3C05 | FOR3A04 |
TÖL2A05 | REI3A05 |
||
EXC2A02 | LÖG3A02 |
Inntökuskilyrði
Fyrir nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi
Einungis nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi geta sótt um viðbótarnámið.
Þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi er bent á eins árs Háskólagrunnsnámi HR sem lýkur með prófi úr Háskólagrunni.
Umsóknarfrestur
Tekið er inn í námið á haustönn og um áramót. Sótt er um fyrir 15. júní ár hvert fyrir haustönn og fyrir 15. desember ár hvert fyrir nám á vorönn.
Fylgigögn með umsókn
- Staðfest afrit einkunna úr framhaldsskóla.
Fylgigögnum skal skila inn rafrænt og hengja við umsókn. Á námsferlum þarf að koma fram stimpill viðkomandi skóla.
Getum við aðstoðað?

Anna Sigríður Bragadóttir
Forstöðumaður frumgreinadeildar
