Opið fyrir umsóknir
Opnið er fyrir umsóknir í Háskólagrunn HR til og með 15. júní 2023.- Háskólagrunnur HR (PDF)
Háskólagrunnur HR er fyrir þau sem hafa ákveðinn bóklegan undirbúning, iðnmenntun eða reynslu úr atvinnulífinu og vilja stunda nám við háskóla. Náminu lýkur með lokaprófi sem veitir rétt til háskólanáms.
Nemendur stunda nám í einum af þremur grunnum, eftir því hvaða háskólanám þeir stefna í.
Háskólagrunni HR lýkur með lokaprófi sem veitir rétt til háskólanáms. Námið er sniðið að nemendum á þann hátt að þeir velja strax grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu.
Námið byggir á akademískum
viðmiðum deilda í HR.
Lengd náms: 2 annir eða 3 annir
Fjöldi fein: 100
Í eins árs námi í Háskólagrunni er bekkjarkerfi sem þýðir að hver nemandi er í sama bekknum frá því að hann byrjar í náminu. Kennsla hefst kl. 8:30 og er námið blanda af hefðbundnu og stafrænu námi.
Námið tekur eitt og hálft ár og er bekkjarkerfi. Námið er blanda af hefðbundnu og stafrænu námi. Skipulag stafræns náms er í formi fyrirlestra á netinu og á hljóðglærum.
Kjartan Elvar Baldvinsson - Háskólagrunnur
Háskólagrunnur HR er lottóvinningur fyrir þá sem vilja háskólamenntun en hafa ekki klárað stúdentspróf. Mikið nám á stuttum tíma en frábær grunnur fyrir komandi námsár. Félagslífið og umhverfið í HR kom mér skemmtilega á óvart. Kennarar, námsráðgjafar og aðrir starfsmenn halda vel utan um nemendur og gera upplifunina og menntunina persónulegri
Áskell Friðriksson
Nemi í sálfræði
Lauk Háskólagrunni HR 2020
Skólagjöld eru innheimt fyrir hverja önn.
Þeir nemendur sem eru í eins árs námi geta sótt um námslán hjá Menntasjóði námsmanna en þriggja anna nemendur geta aðeins sótt um skólagjaldalán hjá sjóðnum.
Fylgdu Háskólagrunni HR á Facebook
Sjá upplýsingar um námskeið í hverjum grunni fyrir sig undir Skipulag náms.
Ég fann loks drifkraftinn til þess að klára stúdentsprófið í Háskólagrunni HR. Námið var bæði skemmtilegt og krefjandi og veitti mér þekkingu og sjálfstraust til að stefna á háskólanám sem ég hefði aldrei hugsað mér að fara í áður.
Guðmundur Örn Guðjónsson
fv. nemandi í Háskólagrunni HR
Með prófi í Háskólagrunni HR öðlast nemendur nauðsynlegan undirbúning fyrir nám við akademískar deildir Háskólans í Reykjavík. Próf í Háskólagrunni getur nýst sem undirbúningur fyrir nám í öðrum háskólum en nemendur verða að kynna sér inntökuskilyrði þess háskólanáms sem þeir stefna í.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í tölvunarfræðigrunn HR var fyrst og fremst að mig vantaði áfanga og einingar til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru fyrir inngöngu í háskóla. Námið er hagnýtt og opnar beina leið fyrir nemendur sem stefna á háskólanám í HR. Námið hefur verið krefjandi en gefandi á sama tíma og þegar ég lít yfir farinn veg í lok annar er ég virkilega ánægður að hafa skráð mig í Háskólagrunn HR. Hann hefur veitt mér góðan undirbúning fyrir áframhaldandi nám en ég stefni á að hefja háskólanám í tölvunarfræði. Ég mæli eindregið með því að áhugasamt fólk taki af skarið og kynni sér Háskólagrunn HR!
Sigurpáll Hjaltalín Sindrason
Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. Nemendur Háskólagrunns eru að öllu jöfnu í sömu kennslustofunni með bekkjarfélögum sínum.
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, Kaffitár, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Nemendur í Háskólagrunni njóta leiðsagnar öflugra kennara á sínum fagsviðum. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.
Stærðfræði, bókhald, reikningshald og þjóðhagfræði
Í Háskólagrunni taka nemendur 100 framhaldsskólaeiningar (fein) til viðbótar við þær einingar sem þeir hafa áður lokið. Nemendur útskrifast með lokapróf.
Fyrir nemendur sem stefna í tæknifræði, verkfræði, hugbúnaðarverkfræði og tölvunarstærðfræði. Lota 4 er breytileg eftir því hvaða nám á í hlut.
3. og 4. lota eru birtar með fyrirvara um breytingar á skólaárinu 2022 - 2023.
1. lota |
2. lota |
3. lota |
4. lota |
ÍSL2A10 | ÍSL3A10 | STÆ4B04 | |
STÆ3A07 | FOR3A03 | ||
STÆ2B05 | |||
EXC2A02 | |||
EÐL2A05 |
|
||
EFN2A05 |
|
Fyrir nemendur sem stefna í tölvunarfræði.
3. og 4. lota eru birtar með fyrirvara um breytingar á skólaárinu 2022 - 2023.
* val á milli ENS og STÆ
1. lota |
2. lota |
3. lota |
4. lota |
STÆ2A05 | ÍSL2A10 | ÍSL3A10 | STR3A04 * / ENS3C04* |
FOR3C02 | |||
STÆ3A07 | STÆ2B05 | ||
ENS2A05 | |||
NAT2A05 | |||
FOR3B05 | |||
FOR3A05 | NAT3A05 |
Fyrir nemendur sem stefna í viðskiptafræði, hagfræði, sálfræði og íþróttafræði.
1. lota |
2. lota |
3. lota |
4. lota |
STÆ2A05 | ÍSL2A10 | ÍSL3A10 | ENS3C04 / FOR3A04 * |
STÆ3A07 | STÆ3C05 | ||
ENS2A05 | |||
ENS3A05 | |||
DAN3A05 | |||
|
|||
ÞJÓ2A02 | |||
RIT3A05 | |||
TÖL2A05 | NAT3A05 |
* val á milli ENS og FOR
Vorönn (fyrri) (27 fein) |
Haustönn (35 fein) |
Vorönn (seinni) (38 fein) |
|
Tækni- og verkfræðigrunnur | STÆ2A05 STÆ3A07 ENS3B05 DAN2A05 FOR3A03 EXC2A02 |
ÍSL2A10 ENS2A05 ENS3A05 EÐL2A05 EFN2A05 STÆ2B05 |
ÍSL3A10 EÐL3A05 EÐL3B04/EFN3A04 STÆ4A10 STÆ3B05 STÆ4B04/ENS3C04 |
Vorönn (28 fein) |
Haustönn (30 fein) |
Vorönn (42 fein) |
|
Samfélags- og viðskiptafræðigrunnur | STÆ2A05 STÆ3A07 ENS3B05 DAN2A05 EXC2A02 ENS3C04 / FOR3A04 |
ÍSL2A10 ENS2A05 ENS3A05 BÓK2A03 TÖL2A05 ÞJÓ2A02 |
ÍSL3A10 DAN3A05 RIT3A05 STÆ3C05 REI3A05 ÞJÓ2B02 NAT2A05 NAT3A05 |
Vorönn |
Haustönn |
Vorönn |
|
Tölvunarfræðigrunnur |
STÆ2A05 ENS3B05 DAN2A05 EXC2A02 STÆ3A07 |
ÍSL2A10 ENS2A05 ENS3A05 FOR3A05 STÆ2B05 TOL2A05 |
ÍSL3A10 FOR3B05 FOR3C02 RIT3A05 STÆ3C05 NAT2A05 NAT3A05 ENS3C04 / STR3A04 |
* val á milli ENS og FOR
Fyrir nemendur í eins árs námi hefst kennsla alla daga kl 8:30 en lýkur á mismunandi tímum. Nemendur sem eru í þriggja anna námi sækja sömu tíma í þeim áföngum sem eru í stundatöflu.
Sömu inntökuskilyrði eiga við um eins árs nám og þriggja anna nám í Háskólagrunni HR.
Eftirtaldir geta sótt um:
Fylgigögnum skal skila inn rafrænt og hengja við umsókn. Á námsferlum þarf að koma fram stimpill viðkomandi skóla.
Þeir umsækjendur sem sækja snemma um og skila inn umbeðnum fylgigögnum geta vænst þess að fá svar fljótlega.
Hér má sjá nokkrar af algengustu spurningunum sem nemendur Háskólagrunns HR höfðu áður en þeir hófu námið.
Háskólagrunnur HR er góður undirbúningur fyrir fólk sem stefnir í háskóla og þá einkum í HR en hefur ekki lokið stúdentsprófi.
Þeir sem hafa lokið skilgreindu starfsnámi úr iðngrein, þeir sem hafa lokið Menntastoðum hjá símenntunarstöðvum og þeir sem hafa stundað nám í framhaldsskóla en ekki lokið námi. Einnig geta þeir sótt um sem hafa stúdentspróf og þurfa að bæta við sig stærðfræði og raungreinum.
Öll kennsla er á íslensku og erfitt er að stunda námið nema að viðkomandi hafi gott vald á íslensku.
Allir nemendur taka íslensku, ensku og stærðfræði og dönsku. Nemendur taka svo mismunandi greinar eftir því í hvaða háskólagrunni þeir eru í.
Sýnishorn af stundatöflum er hægt að sjá á hér á vefnum undir Námið/Grunnnám/Háskólagrunnur HR. Þær stundatöflur sem eru á ytri vefnum eru einungis sýnishorn og birtar með fyrirvara um breytingar.
Nemendur geta séð bókalista á ytri vef skólans undir Námið/Grunnnám/Háskólagrunnur HR. Einnig geta nemendur séð bókalista í kennslukerfi skólans undir hverri námsgrein fyrir sig (lesefni).
Námsmat í deildinni er fjölbreytt. Bæði eru lokapróf í ýmsum áföngum og símat í öðrum áföngum.
Já, í Háskólagrunni HR er bekkjarkerfi. Nemandi er í sama bekknum frá því hann byrjar og þangað til námi lýkur að vori. Skipulag námsins er á þann hátt að nemendur eru stundum í samkennslu með öðrum bekkjum. Reynt er að koma því þannig fyrir að þeir nemendur sem hafa valið sama háskólagrunninn eru saman í bekk, t.d. eru þeir sem eru í tækni- og verkfræðigrunni saman í bekk o.s.frv.
Á vef HR er hægt að skoða almanak fyrir hverja önn fyrir sig fram í tímann. Á almanaki kemur fram hvenær prófatímabil frumgreinadeildar er. Lokapróf í frumgreinadeild eru venjulega í desember og í maí.
Nei það er ekki hægt.
Já það þarf tölvu í náminu. Allir nemendur taka áfanga í Excel og einnig er talsvert um tölvuvinnu í hinum ýmsu greinum.
Námið í Háskólagrunni getur tekið mislangan tíma. Hægt er að velja um að taka námið á einu ári sem hefst í ágúst eða á þremur önnum en það hefst í janúar.
Það er ekki boðið upp á fjarnám. Námið er blanda að hefðbundnu og starfrænu námi.
Þú velur tækni- og verkfræðigrunn.
Já, þú getur bætt við þig greinum í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði allt eftir því hvað þig vantar með hliðsjón af því námi sem þú stefnir í. Einnig býðst þér að taka aðrar greinar eins og Excel og forritun svo eitthvað sé nefnt. Kostnaður er sá sami óháð því hversu margar námsgreinar þú tekur.
Já, allir sem hafa lokið burtfararprófi eða sveinsprófi úr iðngrein eiga greiðan aðgang í námið og eru alltaf teknir inn.
Inntökuskilyrðin í deildina eru bókleg og gerð er krafa um starfsreynslu. Umsækjandi verður að geta sýnt fram á að hafa verið í minnst tvö ár samfellt á vinnumarkaði eftir 18 ára aldur en þó er ekki nauðsynlegt að hafa verið á sama stað.
Þeir sem ljúka Menntastoðum hjá símenntunarstöðvum, þar á meðal frá Mími, uppfylla bókleg inntökuskilyrði. Jafnframt þarf að uppfylla skilyrði um starfsreynslu.
Hægt er að sækja um að fá áfanga metna þegar námið er hafið. Sótt er um á þar til gerðu eyðublaði https://www.ru.is/frumgreinanam/saekja-um/ sem fer svo fyrir námsmatsnefnd sem úrskurðar um mat. Vekjum athygli á að metnir áfangar eru ekki lánshæfir hjá Menntasjóði námsmanna.
Lágmark 2 ár (24 mánuðir) en þó ekki samfellt á sama stað. Iðnlærðir þurfa ekki að skila inn vottorði um starfsreynslu þar sem fyrra nám telst uppfylla skilyrðin.
Við ráðleggjum nemendum okkar alltaf að vinna sem minnst með fullu námi. Námið er krefjandi og það er mjög erfitt að ætla sér að vinna mikið með því. Í þriggja anna námi gefst tækifæri á að vinna með náminu.
Já, það er tekið inn í þriggja anna nám um áramót. Einnig er tekið inn í viðbótarnám við stúdentspróf ef viðkomandi getur nýtt sér áfanga vorannar. En í viðbótarnámi er alltaf tekið mið af fyrra námi.
Nemendur hafa farið í aðra háskóla að loknu námi en við lofum því ekki að nemendur komist inn í alla háskóla. Við hvetjum alltaf nemendur okkar til að kynna sér vel inntökuskilyrði þess náms sem þeir stefna í.
Hægt er að fá metið ef námið í Háskólagrunni HR er sambærilegt. Til er stofnun á Íslandi sem metur nám frá erlendum skólum sem heitir Enic/Naric og við beinum fólki oft þangað til að fá úr því skorið hvað námið í útlöndum er sambærilegt við hér á Íslandi.
Kennsla hefst 8:30 og lýkur á misjöfnum tímum.
Meðaldur er misjafn á milli ára en getur verið á bilinu 25 - 28 ár.
Nei ekki sérstaklega. Nemendur eru sjálfir duglegir við að mynda hópa og hjálpast að við námið. Stundum er boðið upp á aðstoð fyrir próf sem kennari stýrir. Mjög öflug þjónusta námsráðgjafa er við skólann þar sem nemendur geta fengið aðstoð við m.a. að skipuleggja nám sitt.
Eins árs námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna en þriggja anna námið er ekki lánshæft. Nemendur í þriggja anna námi geta þó fengið námslán fyrir skólagjöldunum.
Sótt er um á vef HR í umsóknarkerfi. Fylla þarf út persónuupplýsingar og skila inn ákveðnum fylgigögnum. Kynntu þér vel á vef háskólans hvaða grunn þú átt að sækja um áður en þú ferð inn á umsóknarvefinn.
Umsækjandi þarf að skila inn staðfestu afriti einkunna úr framhaldsskóla. Einnig þarf umsækjandi að skila inn starfsvottorði þar sem það á við frá vinnuveitenda. Iðnlærðir þurfa eingöngu að skila inn burtfarar/sveinsprófsskírteini. Með umsóknum í viðbótarnám við stúdentspróf þarf eingöngu að skila inn stúdentsprófsskírteini. Fylgigögnum skal skila rafrænt og hengja við umsókn.
Hægt er að skoða sýnishorn af starfsvottorði hér
Þar sem inntökuskilyrði eru einnig verkleg þarf að fá starfsvottorð frá vinnuveitenda. Umsækjandi þarf að geta sýnt fram á að hafa verið á vinnumarkaði í minnst tvö ár frá 18 ára aldri. Á starfsvottorði þarf að koma fram hvaða starfi viðkomandi gegndi, hversu lengi og í hve miklu stafshlutfalli.
Sýnishorn af starfsvottorði má finna hér
Nemendur hafa farið erlendis að loknu námi í Háskólagrunni HR. Samt sem áður getum við aldrei lofað því að hægt sé að komast inn í alla heimsins háskóla en við hvetjum alltaf fólk til að kynna sér vel þau inntökuskilyrði sem viðkomandi skóli setur. Nám í Háskólagrunni HR tekur mið af því að nemendur haldi áfram í HR.
Já, það er ávallt mjög gott aðgengi að náms- og starfsráðgjöfum. Nemendur panta tíma í gegnum kerfið Karaconnect. Lesa meira á síðu náms- og starfsráðgjafar.
Náminu er skipt upp í lotur og það er misjafnt eftir lotum hve margir áfangarnir eru.
Já, Háskólagrunnur HR byggir á aðgangsviðmiðum HR og með því að velja ákveðinn grunn uppfyllir þú inntökuskilyrðin inn í það háskólanám.
Tvær námsleiðir eru í boði: að taka námið á einu ári eða taka námið á þremur önnum. Einnig er möguleiki á að skipta einu ári í tvö ár. Best er að hafa samband við skrifstofu Háskólagrunns HR um að skipuleggja námsframvindu þannig að það henti viðkomandi.
Hér finnurðu upplýsingar um framvindureglur Frumgreinadeildar HR.
Námsferil frá framhaldsskóla er hægt að fá í viðkomandi skóla og starfsvottorð hjá vinnuveitenda. Nemandi sem er við nám í skólanum getur farið inn í Portal í Canvas og nálgast vottorð þar.