Háskólagrunnur HR

Undirbúningur fyrir háskólanám


Hvað segir nemandi í Háskólagrunni?

101_namskynningar_Thumnail_1920x1080px_play

Undirbúningsnám fyrir háskóla & viðbótarnám við stúdentspróf

Við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík er boðið upp á undirbúningsnám fyrir þá sem vilja hefja háskólanám en vantar tilskilinn undirbúning. Hægt er að ljúka lokaprófi frá Háskólagrunni eða viðbótarnámi við stúdentspróf.

Nemendur í Háskólagrunni læra saman í skólastofu

Háskólagrunnur HR: Eitt ár eða þrjár annir

Nám sem lýkur með lokaprófi og veitir rétt til háskólanáms. Námið er sniðið að nemendum á þann hátt að þeir velja strax grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Hægt er að velja tvær leiðir til að ljúka Háskólagrunni:

  • Eins árs nám. Blanda af hefðbundnu og stafrænu námi. Námið hefst að hausti.
  • Þrjár annir. Blanda af hefðbundnu og stafrænu námi. Námið hefst í janúar.

Lesa meira um Háskólagrunn HR

Viðbótarnám við stúdentspróf

Góð leið fyrir þá sem hafa lokið stúdentsprófi en vilja bæta við sig einingum í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði.

Lesa meira um viðbótarnám við stúdentspróf

Kynningarfundur

Námið var kynnt á netinu í maí 2020.

Ertu með spurningu?

Prófaðu netspjallið okkar og við svörum um hæl:


chat loading...