Háskólagrunnur HR

Undirbúningur fyrir háskólanám

Lokapróf frá Háskólagrunni HR

Háskólagrunni HR lýkur með lokaprófi sem veitir rétt til háskólanáms. Námið er sniðið að nemendum á þann hátt að þeir velja strax grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. 

Hægt er að velja tvær leiðir til að ljúka lokaprófi frá Háskólagrunni:

 • Eins árs nám. Námið hefst að hausti.
 • Þrjár annir. Námið hefst í janúar.
 • Nemendur á Austurlandi geta valið um eins árs nám eða tveggja ára nám. Námið hefst að hausti.

Viðbótarnám við stúdentspróf

Góð leið fyrir þá sem hafa lokið stúdentsprófi en vilja bæta við sig einingum í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði.

NÝTT: Háskólagrunnur HR á Austurlandi

Nú er undirbúningsnám HR líka í boði á Austurlandi, frá og með haustinu 2021.

Hægt verður að sækja um bæði nám til lokaprófs og viðbótarnám við stúdentspróf.

 • Í námi til lokaprófs er hægt að sækja um tækni- og verkfræðigrunn og tölvunarfræðigrunn.
 • Námið er sveigjanlegt og blanda af staðbundnu og stafrænu námi.
 • Námsaðstaða er í Fræðslumolanum á Reyðarfirði en ekki er gert ráð fyrir að nemendur flytji til Reyðarfjarðar.
 • Kennarar eru frá HR.
 • Verkefnastjóri náms verður á Reyðarfirði og aðstoðar nemendur ásamt því að taka að einhverju leyti þátt í kennslu og verkefnum.
 • Sótt er um á umsóknarvef HR.
 • Námsefni er það sama og í náminu í Reykjavík.
 • Ef vefurinn svarar ekki öllum spurningum ykkar, vinsamlega sendið fyrirspurnir til: gunnhildurgr@ru.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica