Iðnfræði / Byggingafræði / Diplóma
Nemendur og kennarar segja frá námi í iðnfræði við HR
Iðnfræði
Iðnfræði er hagnýtt 90 ECTS eininga nám til diplómagráðu á háskólastigi sem kennt í fjarnámi með tveimur staðarlotum á önn, eina helgi í senn. Hægt er að velja um eftirfarandi brautir í iðnfræði:
Námið er skipulagt þannig að hægt sé að stunda það samhliða vinnu og ljúka því á þremur árum. Einnig er mögulegt að gera einstaklingsmiðaða námsáætlun og ljúka náminu á skemmri tíma.
Undirbúningur fyrir tæknifræðinám
Þau sem lokið hafa iðnfræðinámi geta lokið lokaprófi í Háskólagrunni HR á einni önn (vorönn) og eiga þess þá kost að hefja nám í tæknifræði.
Byggingafræði
Að diplómanámi í byggingariðnfræði loknu geta nemendur haldið áfram námi í byggingafræði sem er BSc-nám og er iðnfræðin metin að fullu inn í það nám.
Styttra diplómanám
Diplómanám er stutt og hagnýtt nám, sérstaklega sniðið að einstaklingum á vinnumarkaði.