MBA

Alþjóðlegt stjórnendanám á Íslandi

Ábyrg stjórnun, nýsköpun og þroski

Exe.MBA-námið í HR er alþjóðlegt stjórnunarnám sem veitir nemendum þjálfun á öllum sviðum stjórnunar og viðskiptafræði með áherslu á ábyrga stjórnun, nýsköpun og þroska.

Áhersla er lögð á að þróa og efla leiðtogahæfni nemenda, persónulega færni og þroska. MBA-námið er ætlað einstaklingum með háskólapróf af mismunandi fagsviðum sem eru einnig með viðamikla reynslu úr atvinnulífinu. Námið tekur tvö ár og kennt er á ensku. Kennsla fer fram aðra hverja helgi, frá fimmtudegi til laugardags.

Kennarar koma fá mörgum bestu viðskiptaháskólum heims, beggja vegna Atlantshafsins, t.d. frá IESE í Barcelona/Madrid á Spáni og New York, Richard Ivey og Rotham í Kanada, MIT, og UVA í Bandaríkjunum, London Business School, og BI í Noregi. Lokaverkefni í Exe. MBA-námi eru unnin með íslenskum sprotafyrirtækjum, Icelandic Startups og MITdesignX í Boston.

Kona stendur á gangi á Landspítalanum


Var efnið hjálplegt? Nei