MBA

Alþjóðlegt stjórnendanám í hjarta Reykjavíkur

MBA námið í HR er krefjandi stjórnunarnám sem veitir nemendum góða þjálfun á öllum sviðum stjórnunar og viðskiptafræði; allt frá reikningshaldi og fjármálum til stefnumótunar og mannauðsstjórnunar.
Mikil áhersla er lögð á að þróa og efla leiðtogahæfni nemenda sem og persónulega færni og þroska. MBA-námið er ætlað einstaklingum með háskólapróf af mismunandi fagsviðum sem eru einnig með reynslu úr atvinnulífinu. 

Kennarar koma fá mörgum bestu viðskiptaháskólum vestan hafs og austan, t.d. frá IESE í Barcelona á Spáni, Richard Ivey og Rotham í Kanada, Babson College í Bandaríkjunum og London Business School. Námið hefur hlotið vottun frá AMBA (Association of MBAs).

Lestu meira um námið:

Lengd námsins er tvö ár og kennt er á ensku. Kennsla er aðra hverja helgi, frá fimmtudegi til laugardags. 

Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra

 


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei