MPM
Meistaranám í verkefnastjórnun með alþjóðlega gæðavottun
MPM-námið (Master of Project Management) er alþjóðlega vottað 90 ECTS háskólanám á meistarastigi. Námið er stjórnunar- og leiðtoganám með sérstakri áherslu á stjórnun umfangsmikilla verkefna, verkefnaskráa og verkefnastofna. Námið býr nemendur undir að stjórna fyrirtækjum, félögum, stofnunum og teymum.
MPM námið varir í tvö ár. Kennt er aðra hverja viku, föstu-
og laugardag kl. 8:30 – 16:30 og eitt fimmtudagssíðdegi í mánuði. Eitt námskeið er kennt í senn og lýkur ýmist með verkefnum
eða lokaprófi.
Kennsla fer fram á íslensku og ensku.