Samræmdar reglur um nám á meistarastigi við HR

Eftirfarandi reglur gilda um nám á meistarastigi við HR [1]. Að öðru leyti vísast til almennra náms- og námsmatsreglna HR og viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis um æðri menntun og prófgráður.

Deildir skulu setja nánari reglur um nám á meistarastigi á sínum fræðasviðum. Þær geta falið í sér strangari ákvæði og útfærslu á atriðum sem tilgreind eru í samræmdum reglum HR um nám á meistarastigi. Þær skulu einnig taka á öðrum atriðum um skipulag og uppbyggingu námsins, s.s. lærdómsviðmiðum.

Deildarforsetar geta í sérstökum undantekningartilfellum veitt undanþágu frá sameiginlegum reglum HR um nám á meistarastigi.

Um sameiginlegar og tvöfaldar prófgráður gilda sérstakar reglur, að svo miklu leyti sem sameiginlegar reglur um nám á meistarastigi geta ekki átt við.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði í nám á meistarastigi eru bakkalárpróf eða annað sambærilegt nám á bakkalárstigi, á fræðasviði sem er talið fullnægjandi undirbúningur. Gerð er krafa um góðan námsárangur í fyrra námi. Deildir skulu setja nánari inntökuskilyrði, s.s. um lágmarkseinkunn.

Skipulag

Nám á meistarastigi við HR er skipulagt í samræmi við reglur mennta- og menningarmálaráðuneytis sem 3-4 missera nám eða samtals 90-120 ECTS-einingar.

Námstími

Námstími skal að hámarki vera 6 misseri í 90 ECTS-eininga námi og 8 misseri í 120 ECTS-eininga námi. Lögð er áhersla á að nemandi stundi fullt nám, en deildir geta heimilað hlutanám í samræmi við reglur sem þær setja þar um, svo sem um námstíma í hlutanámi. Ef námstími er lengri en að framan greinir þarf nemandi að sækja um endurinnritun í námið. Endurinnritun felur í sér að nemandi þarf að sækja um skólavist að nýju og geta deildir sett reglur um inntökuskilyrði og lágmarkseinkunn í námskeiðum sem metin eru inn í nám við endurinnritun.

Nemandi skal ljúka að lágmarki 50% eininga náms við HR.

Námshlé

Veita má námshlé af sérstökum persónulegum ástæðum, s.s. vegna veikinda, barneigna og slysa. Hámarkslengd er að jafnaði 1 ár. Hámarksnámstími samkvæmt reglum þessum framlengist sem námsleyfi nemur.

Mat á fyrra námi

Fyrra nám sem nemandi hefur lokið meira en 9 árum áður en hann er innritaður í nám á meistarastigi við HR er ekki metið til eininga. Einungis eru metin námskeið á háskólastigi.

Einungis er heimilt að meta námskeið af sama námsstigi og sem lokið er með einkunn sem fullnægir kröfum viðkomandi deildar um lágmarkseinkunn (sjá um Inngangskröfur að ofan), sem má þó aldrei vera lægri en 6,0 (á kvarða 0-10). Undanteking er þegar um er að ræða samfellda 300 ECTS eininga námsleið til meistaragráðu sem er skipulögð sem 5-6 ára nám innan HR, en þá er heimilt að meta sérhæfð námskeið af lokaári grunnnáms sem allt að 50% af tilskildum einingum til meistaragráðunnar. Viðkomandi deildir skilgreina hvaða sérhæfðu námskeið á lokaári grunnnáms má meta inn í meistaragráðu.

Heimilt er að meta fyrra nám til allt að 50% af tilskildum einingum til meistaragráðu við HR. Það á við ef um er að ræða heildstætt nám sem telst sambærilegt að mati viðkomandi deildar.

Úr lokinni prófgráðu er að hámarki heimilt að meta 30 ECTS-einingar inn í nám á meistarastigi við HR. Undanteking er þegar um er að ræða samfellda 300 ECTS eininga námsleið til meistaragráðu sem er skipulögð sem 5-6 ára nám innan HR, en þá er heimilt að meta sérhæfð námskeið af lokaári grunnnáms til allt að 60 ECTS eininga. Viðkomandi deildir skilgreina hvaða sérhæfðu námskeið á lokaári grunnnáms má meta inn í meistaragráðu.

Viðkomandi deild tekur afstöðu til umsóknar um mat á fyrra námi nemanda.

Lágmarkseinkunn

Lágmarks­einkunn í námskeiði á meistarastigi skal vera 6,0. Nemandi í námi á meistarastigi sem fær heimild til að taka námskeið á bakkalárstigi þarf að fá lágmarkseinkunn 6,0.

Til að ljúka námskeiði þarf nemandi að fá að lágmarki 6,0 í lokaprófi. Ef lokapróf hefur minna vægi en 20% af lokaeinkunn, eða námskeið er án lokaprófs, skal tryggt að gerð sé krafa um 6,0 í viðeigandi þáttum námsmats sem reyna á einstaklingsframlag nemanda.

Meistaraverkefni

Nemandi sem lýkur MA, ML eða MSc gráðu frá HR skal hafa unnið rannsóknartengda lokaritgerð/verk­efni sem er minnst 30 ECTS-einingar.

Próftaka

Um próftöku og próftökurétt gilda almennar náms- og prófareglur HR.

Samþykkt í námsráði HR 16.5.2012
Samþykkt í framkvæmdastjórn HR 12.6.2012 

Rules for master level studies at RU

The following rules apply to all master level studies at RU[2]. See also RU study and examinations rules and the national qualification framework for higher education.

Each school shall set further rules on master level studies for their programs. They can include more stringent provisions and other aspects of the studies that are not covered by the university-wide rules for master level studies, such as criterias for knowledge, skills and competences in the different master level programs.

Deans may, in exceptional cases, grant exemptions from the university-wide rules for master level studies.

As far as the university-wide rules on master level studies cannot apply, special rules apply to joint and double master level degrees.

Admission requirements

Students must have completed a bachelor degree or other equivalent education at the bachelor level, in a discipline that is considered adequate preparation. Good academic performance  in previous studies is required. Schools shall set further rules on admission requirements, such as on minimum grade for admission.

Organisation

Master level studies at RU are organised in accordance with the framework for higher education issued by the Ministry of Education, Science and Culture as 3-4 semesters or 90-120 ECTS-credits.

Study period

The study period shall not exceed 6 semesters for 90 ECTS-credits programs and 8 semesters for 120 ECTS-credits programs. Emphasis is placed on full time studies, but the schools can allow part-time studies in accordance with special rules that they lay down, e.g. on maximum study period. If the study period exceeds the limits above, the student must apply for re-enrollment. Re-enrollment means that the student must apply for admission again. The schools can set rules on admission criteria and minimum grades for courses evaluated at re-enrollment.

Students must earn at least 50% of the credits required for their studies at RU.

Study leave

Study leave may be granted for special personal reasons, such as illness, childbirth or accidents. Maximum study leave is typically 1 year.  a study leave is not counted into the maximum duration of the study period according to these rules.

Evaluation of previous studies

Previous studies that the student has completed more than 9 years before enrollment into a master level program at RU cannot be evaluated as transferred credits in the master level program.

It is only permitted to evaluate courses and transfer credits from courses taken at the same education level and which have been completed with a grade that meets the requirements of the School for minimum grade (see Admission requirements above), which shall not be lower than 6.0 (on a scale of 0-10).

It is permitted to evaluate and transfer credits from previous studies up to 50% of the required credits for the master level degree at RU, given that the previous studies have been continuous and are comparable to the master level program at RU.

From a completed degree, up to 30 ECTS-credits can be evaluated and transferred to the master level studies at RU.

The Schools evaluate applications for transfer of credits from previous studies.

Minimum grades

Minimum grade in courses at the master level is 6.0. Master level students that are permitted to take courses at the bachelor level need to get a minimum of 6.0.

To complete a course, students need to get at least 6.0 in the final examination. If the final examination accounts for less than 20% of the final grade, or the course does not have a final exam, it shall be ensured that a grade of 6.0 is required in the appropriate parts of the course assessment, which test the students‘ individual contribution.

Master thesis/final project

A student who completes MA, ML eða MSc degree from RU shall have finished a research based thesis or final project of at least 30 ECTS-credits.

Exams

On exams and the right to undergo exams see RU general rules on study and examinations.

Approved by RU Curriculum Council 16.5.2012
Approved by RU Executive Committee 12.6.2012



[1] Nám á meistarastigi er skilgreint í viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytis um æðri menntun og prófgráður sem:

  • Stig 2.1, viðbótarpróf á meistarastigi, 30-120 ECTS-einingar. MBA er dæmi um slíka prófgráðu við HR.
  • Stig 2.2, meistarapróf, 90-120 ECTS-einingar. MSc er dæmi um slíka prófgráðu við HR.

[2] Master level studies are defined in the national qualification framework for higher education as:

  • Cycle 2.1, qualification at master level, 30-120 ECTS-credits. MBA is an example of a cycle 2.1 qualification at RU.
  • Cycle 2.2, master‘s degree, 90-120 ECTS-credits. MSc is an example of a cycle 2.2 degree at RU.

 


Var efnið hjálplegt? Nei